Andleg heilsa og vellíðan á óvissutímum

Að finna fyrir kvíða á erfiðum tímum er eðlilegt – hvort sem von er á barni, nýbúin að eiga barn eða ert með krakka á hvaða aldri sem. Ef þú/þið finnið fyrir óvissu og hjálparleysi þá vonum við að eftirfarandi ráð hjálpi á einhvern hátt.

Munum að ræða opinskátt um tilfinningar okkar og þær eiga allar rétt á sér. Léttum á okkur við hvort annað og okkar nánustu og hikum ekki við að hafa samband við mæðravernd, ungbarnavernd og/eða hjúkrunarfræðing á næstu heilsugæslu.

Mikilvægt er að gefa sér ákveðinn kvóta á fréttir og einblína frekar á fréttaveitur sem eru skrifaðar af fagfólki og þeim sem standa í framlínunni. Ef fólkið í kringum ykkur er stöðugt að tala um kórónuveiruna og/eða neikvæðar fréttir, þá er hægt með vinsemd og virðingu að setja mörk og segja “gætum við talað um eitthvað annað sem er uppbyggilegt og jákvætt” eða “ég væri þakklát/ur ef við gætum rætt um eitthvað annað”.

Fyrir verðandi mæður þá mælum við með að fylgja Ljósmæðrafélagi Íslands á Instagram @ljosmaedur — Þær setja inn reglulega fréttir er varðar kvenna-, sængur- og fæðingardeildina. Mikilvægar upplýsingar fyrir verðandi foreldra á tímum sem þessum. Einnig mæla þær með eftirfarandi linkum til að skoða:

Hugsum vel um okkur mildi og kærleika: Mikilvægt er að berja sig ekki niður fyrir að líða einhvernveginn og hvað þá að finna fyrir kvíða. Tökum einn dag i einu, hvílumst, reynum að borða næringarríkt, hlúum að okkur og hlustum á fyrirmæli sem gefin hafa verið út. Ef þú ert í þeim gír að berja þig niður fyrir tilfinningar þínar, ímyndaðu þér þá hvað þú myndir segja eða ráðleggja besta vini þínum. Eflaust myndir þú taka utanum hann með hlýju og skilning á líðan hans.

Hvort sem við erum að finna fyrir kvíða í fyrsta skipti eða hann er að koma aftur getur hugleiðsla og núvitund hjálpað mikið. Að hugleiða getur hjálpað huganum að kyrrast með því að einblína á andadráttinn. Núvitundin er náttúrulegur eiginleiki hugans til að vera meðvitaður hér og nú um það sem er að gerast, á meðan það gerist án þess að dæma það á nokkurn hátt. Hún hjálpar okkur að upplifa líðandi stund með fullri meðvitund, róa hugann og þekkja okkur sjálf betur.

Til eru frábær snjallforrit – til dæmis:

  • expectful.com – þetta frábæra forrit samanstendur af leiddri hugleiðslu fyrir foreldra hvort sem þið eruð að reyna að geta barn, nú þegar þunguð eða nýbúin að eiga.
  • calm.com og headspace.com – eru frábær forrit með leidda hugleiðslu og öndunaræfingar. Hægt er að finna eitthvað við sitt hæfi, setja á sig heyrnartól, fara út og fá sér göngutúr. Einnig er gott að hlusta á öppin ef þú þarft aðstoð með að sofna á kvöldin og/eða slaka á.

Yndislega Auður Bjarnadóttir jógakennari og eigandi Jógasetursins er með streymi af jógaæfingum og hugleiðslu á facebook síðu Jógasetursins og einnig er hægt að ganga í hóp hér sem nefnist 40 daga hugleiðsla Jógasetursins (sjá hér).

Yoga Nidra er leidd djúpslökun sem hefur verið notuð til meðferðar við kvíða og þunglyndi. Iðkunin er einnig sérstaklega áhrifarík til að vinda ofan af streitu og spennu. Talið er að 30 mínútur af leiddri djúpslökun jafngildi 4 tíma djúpsvefni. Til eru ótal upptökur á t.d youtube og spotify.

Við mælum með að koma sér vel fyrir á dýnu með púða undir hnésbótum og teppi yfir líkamanum og einfaldlega loka augunum og hlusta, sleppa tökunum um stund og njóta leiðsagnar sem leiðir inní djúpa kyrrð og hvíld.

Teygjum okkur til annarra foreldra. Ef þið eigið vinkonur og vini sem eru foreldrar og/eða eruð í mömmuhóp þá er líklegt að þar fáum við mesta skilninginn. Með því að ræða hugleiðingar ykkar og áhyggjur þá er líklegt að við komumst að því að aðrir deila sömu tilfinningum.

Fallegur lestur á Instagram síðu @Mother.ly

View this post on Instagram

„Dear Expecting Mamas, You are strong. You can do this. You are a warrior. The nurses and doctors will be with you at the hospital. They can hold your hand (literally). Once you are home, your partner will be with you the entire time. You are in good hands. We are all here for you. This is quite a birth story, already. Prepare for a beautiful birth and know that you will NOT be alone – you have an entire world out there rooting for you. You will be safe. Your baby will be safe. Your partner will be safe. And you will bring your baby home to a warm and loving home and hunker down. Please, find those expecting mamas near you and start a text chain now for support.“ 💜 click the #linkinbio for our free birth class. 📷: @mamacollective #teammotherly

A post shared by Motherly (@mother.ly) on

Skrifaðu niður áhyggjur þínar: Með því að skrifa niður hugsanir okkar og hugleiðingar búum við til pláss í huganum. Í kvíðvænlegu ástandi getur manni liðið eins og hugsanirnar séu í einni flækju og með því að skrifa þær niður þá getum við betur greitt úr flækjunni. Gefðu þér svo 15 mínútur til að fara yfir þær og spurðu þig þessarar spurninga:

“Eru þessar hugsanir að þjóna mér á jákvæðan hátt?”
“Get ég gert eitthvað til að takast á við þessar áhyggjur?”

Umfram allt, tökum einn dag í einu. Þessir skrítnu og krefjandi tímar munu líða hjá og brátt koma bjartari dagar. Munum að fagna því sem skiptir mestu máli. Lífinu, heilsunni og fólkinu okkar.

Svipaðar færslur