Fundur með Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra

Við vorum þess heiðurs aðnjótandi að hitta hana Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra í nóvember síðastliðnum (2019) til að kynna henni fyrir Brum. Við þökkum henni kærlega fyrir áheyrnina og áhugaverðar samræður.

Þess má geta að Svandís var ein af þeim sem ritstýrði frábæru bókinni ,,Konur með einn í útvíkkun fá enga samúð – fæðingarsögur íslenskra kvenna” frá árinu 2002.

Bók sem við mælum hiklaust með og er hægt að nálgast hana á flestum bókasöfnum, sjá hér. Einnig er hægt að lesa bókakafla úr henni á mbl.is mbl.is/greinasafn/grein/696274

“Konur með einn í útvíkkun fá enga samúð er ekki bók sem maður á að gleypa í sig í einum bita. Svo haldið sé áfram að líkja lestrinum við át má segja að hér sé boðið upp á glæsilegt hlaðborð með alls konar réttum og eins og allir vita getur manni orðið bumbult á því að úða í sig öllu sem á boðstólum er – þótt það skapi kannski ákveðna nautn meðan á því stendur”.

Soffía Auður Birgisdóttir – SKÁLD.is

Nánari umfjöllun frá Soffíu Auði um bókina má finna hér.

Svipaðar færslur