Locobase Repair Light cream er létt krem sem frásogast hratt inn í húðina án þess að verða klístrað. Kremið er sérstaklega þróað fyrir þurra, sprungna og atópíska húð. Kremið var þróað í samvinnu við húðsjúkdómalækna og er klínískt sannað að það gerir hratt við varnarlag húðarinnar ásamt því að draga úr ertingu og þurrki.
- Klínískt sannað að það geri hratt við varnarlag húðarinnar.
- Dregur úr þurrki og ertingu.
- Mikil rakagefandi ahrif í 72 klst.
- Létt áferð og frásogast hratt.
Locobase Repair Light inniheldur blöndu af lípíðum, eins og húðlíkum seramíðum og skvalín (einstakur rakagjafi sem finnst náttúrulega í húðinni) ásamt róandi allantóín sem gefur mikinn raka, heldur raka í húðinni og hjálpar til við að endurheimta heilbrigða húð. Locobase Repair hentar bæði í andlit og líkama og inniheldur vandlega valin innihaldsefni sem eru mild fyrir þurra, erta og viðkvæma húð. Án ilmefna, ofnæmisvottað og eru afar lítlar líkur á að kremið valdi ofnæmisviðbrögðum hjá þeim sem eru með viðkvæma húð.
Fituinnihald: 27%
Notkun: Berðu á þurra húð einu sinni á dag eða eftir þörfum. Hentar allri fjölskyldunni þar með talið börnum og ungbörnum, bæði á andlit og líkama.