Skóf í hársverði ungbarna – KidsClin Cradle Cap

KidsClin Cradle Cap er meðferðarsett við skóf í hársverði ungbarna. Skóf (e. infantile seborrhoeic dermatitis/cradle cap) er þegar gulleitt hrúður myndast, einkum í hársverði ungabarna. Um 50% nýbura fá skóf en það er algengast á fyrstu mánuðum ævinnar. Orsök er ekki þekkt en talið er að hún myndist vegna fituframleiðslu frá kirtlum í húð og síðan festast dauðar húðfrumur þar í. Hrúður getur einnig myndast bak við eyru og við augabrúnir. Ástandið er ekki alvarlegt og venjulega tímabundið. Einstaka sinnum getur sveppasýking og/eða exem komið í þessa skóf (heilsugæslan.is). Eftirfarandi kynning er unnin í samstarfi við Alvogen.

Meðferðarsettið inniheldur allt sem þarf til að meðhöndla skóf:

  • Serum í úðaformi
  • Bursta með svampi
  • Greiðu.

Innihaldsefni:

  • Hjólkrónuolía
  • Skvalen
  • E – vítamín
  • Extrakt úr Rosmarinus officinalis

Meðferðarsettið er einfalt í notkun og árangur er sýnilegur eftir fyrstu notkun. Það meðhöndlar, fjarlægir og fyrirbyggir skóf í hársverði en er jafnframt milt fyrir húð barnsins og er án ilmefna og litarefna.

Hvernig virkar meðferðarsettið?

  • Serum í úðaformi – leysir upp storknaða húðfeiti, minnkar rakatap gegnum húðina og myndar verndandi lag í hársvörð barnsins.
  • Bursti – fjarlægir hart hrúður úr hársverðinum án þess að valda barninu óþægindum.
  • Greiða – hjálpar að fjarlægja húðflyksur úr hári barna sem eru með mikið hár.

Notkunarleiðbeiningar:

  • Úðið tveimur úðum af serum í lófann og nuddið því á skófina í hársverði barnsins.
  • Nota skal svamphliðina á burstanum og nudda hársvörðinn varlega.
  • Notið því næst bursta hliðina til að fjarlægja húðflyksurnar.
  • Greiðuna má nota nokkrum sinnum til að fjarlægja húðflyksur úr hárinu.

KidsClin Cradle Cap fæst í öllum helstu apótekum.

alvogen.is/product/kidsclin-cradle-cap

Nánari upplýsingar er að finna á kidsclin.com/products/cradle-cap-treatment-kit

Þessi kynning var unnin í samstarfi við Alvogen.

Heimildaskrá

Heilsugæslan.is (2008). Skóf í hársverði. Sótt af https://heilsugaeslan.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=3167

Svipaðar færslur