Skip to content

UNGBARNA- OG SMÁBARNAVERND

Ung- og smábarnavernd stendur öllum foreldrum til boða þeim að kostnaðarlausu. Foreldrum nýfæddra barna er boðið upp á heimavitjanir fyrstu vikurnar og koma síðan í kjölfarið á heilsugæslustöðina með barnið í skoðanir (heilsugaeslan.is, e.d.).

Í heimavitjunum skoðar hjúkrunarfræðingur barnið, metur þroska þess, þyngd og höfuðummál. Foreldrar fá ráðgjöf og fræðslu varðandi umönnun barnsins og eigin líðan. Þegar barnið er sex vikna gamalt er læknisskoðun á heilsugæslustöð og við þriggja mánaða aldur hefjast bólusetningar (heilsugaeslan.is, e.d.).

Markmið ung- og smábarnaverndar er að efla heilsu, vellíðan og þroska ungra barna með reglulegum heilsufarsskoðunum ásamt stuðningi og heilbrigðisfræðslu til fjölskyldna þeirra. Áhersla er lögð á stuðning við fjölskylduna. Fylgst er með þroska barna frá fæðingu til skólaaldurs (heilsugaeslan.is, e.d.).

UNGBARNA- OG SMÁBARNAVERND FYRIRBURA

Heilsugæslustöðvar sinna ung- og smábarnavernd fyrirbura sem fædd eru fyrir 32 vikna meðgöngu og/eða með fæðingarþyngd undir 1.500 grömm (heilsugaeslan.is, e.d.).

Hjúkrunarfræðingur fyrirbura fer í heimsókn til fjölskyldunnar á Vökudeild Barnaspítala Hringsins og fer í heimavitjun fljótlega eftir útskrift. Fjöldi heimavitjana fer eftir þörfum. Foreldrar eru beðnir um að hafa samband við sína heilsugæslustöð við útskrift barnsins frá Vökudeildinni til að ákveða fyrstu heimavitjun. Í heimavitjunum er fylgst með vexti og þroska barna, foreldrum veittar ráðleggingar og stuðningur (heilsugaeslan.is, e.d.).

Fyrsta heimsókn á heilsugæslustöð fer eftir aldri barnsins eftir útskrift og hvenær barnið er í eftirliti hjá nýburalæknum Vökudeildar. Við þriggja mánaða aldur hefjast bólusetningar. Frá þeim tíma kemur barnið reglulega í skoðun og bólusetningar. Gert er ráð fyrir að sum börn þurfi fleiri heimsóknir en önnur. Fylgst verður sérstaklega með vexti, þroska og hegðun barnanna. Skoðanir og bólusetningar eru einstaklingsmiðaðar. Foreldrum er ávallt velkomið að hafa samband við heilsugæslustöðina umfram þessar skipulögðu skoðanir (heilsugaeslan.is, e.d.).

Hér má sjá yfirlit yfir skoðanir og bólusetningar í ung- og smábarnavernd eftir mismunandi aldri:

Hver skoðar: Hjúkrunarfræðingur

Hvað er gert: Heimavitjanir

Hver skoðar: Hjúkrunarfræðingur og læknir

Hvað er gert: Skoðun og þroskamat

Hver skoðar: Hjúkrunarfræðingur

Hvað er gert: Heimavitjun eða skoðun á heilsugæslustöð

Hver skoðar: Hjúkrunarfræðingur og læknir

Hvað er gert: Almenn skoðun, þroskamat og bólusetning gegn kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, haemofilus influenzae sjúkdómi gerð b (Hib) og mænusótt í einni sprautu, pneumókokkum í annarri sprautu.

Hver skoðar: Hjúkrunarfræðingur

Hvað er gert: Almenn skoðun, bólusetning gegn kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, haemofilus influenzae sjúkdómi gerð b (Hib) og mænusótt í einni sprautu, pneumókokkum í annarri sprautu

Hver skoðar: Hjúkrunarfræðingur

Hvað er gert: Almenn skoðun, þroskamat og bólusetning gegn meningókokkum c

Hver skoðar: Hjúkrunarfræðingur

Hvað er gert: Almenn skoðun, þroskamat og bólusetning gegn meningókokkum c

Hver skoðar: Hjúkrunarfræðingur og læknir

Hvað er gert: Almenn skoðun og þroskamat

Hver skoðar: Hjúkrunarfræðingur

Hvað er gert: Almenn skoðun og þroskamat. Bólusetning gegn kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, haemofilus influenzae sjúkdómi gerð b (Hib) og mænusótt í einni sprautu, pneumókokkum í annarri sprautu og hlaupabólu í þriðju sprautu. PEDS Mat foreldra á þroska barna.

PEDS (Parent´s Evaluation of Developemental Status) er spurningalisti þar sem foreldrar geta lýst áhyggjum sínum varðandi málþroska, heyrn, fín- og grófhreyfingar, hegðun og almenna þroskaframvindu barns síns.

PEDS er lagt fyrir öll börn í 12 mánaða, 18 mánaða, 2½ árs og 4 ára skoðun.

Hver skoðar: Hjúkrunarfræðingur og læknir

Hvað er gert: Almenn skoðun og þroskamat. Bólusetning gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum í einni sprautu og hlaupabólu í annarri sprautu. PEDS mat foreldra á þroska barna.

PEDS (Parent´s Evaluation of Developemental Status) er spurningalisti þar sem foreldrar geta lýst áhyggjum sínum varðandi málþroska, heyrn, fín- og grófhreyfingar, hegðun og almenna þroskaframvindu barns síns.

Hver skoðar: Hjúkrunarfræðingur

Hvað er gert: Almenn skoðun, PEDS mat foreldra á þroska barna og Brigance þroskaskimun

PEDS (Parent´s Evaluation of Developemental Status) er spurningalisti þar sem foreldrar geta lýst áhyggjum sínum varðandi málþroska, heyrn, fín- og grófhreyfingar, hegðun og almenna þroskaframvindu barns síns.

Brigance þroskaskimun felst í því að hjúkrunarfræðingur leggur verkefni fyrir barnið. Skimunin nær til margra þroskaþátta og skiptist í þrjú svið: skólafærni, samskiptafærni og hreyfifærni. Hún mælir fín- og grófhreyfingar, málnotkun, orðaforða og málskilning, forlestrarfærni, magnhugtök og þekkingu á persónulegum högum.

Brigance þroskaskimun er lögð fyrir 2½ árs og 4 ára gömul börn samhliða PEDS-matinu þannig að greina megi raunveruleg frávik með meiri nákvæmni.

Hver skoðar: Hjúkrunarfræðingur

Hvað er gert: Almenn skoðun, sjónpróf, PEDS mat foreldra á þroska barna, Brigance þroskaskimun og bólusetning gegn kíghósta, barnaveiki og stífkrampa í einni sprautu

PEDS (Parent´s Evaluation of Developemental Status) er spurningalisti þar sem foreldrar geta lýst áhyggjum sínum varðandi málþroska, heyrn, fín- og grófhreyfingar, hegðun og almenna þroskaframvindu barns síns.

Brigance þroskaskimun felst í því að hjúkrunarfræðingur leggur verkefni fyrir barnið. Skimunin nær til margra þroskaþátta og skiptist í þrjú svið: skólafærni, samskiptafærni og hreyfifærni. Hún mælir fín- og grófhreyfingar, málnotkun, orðaforða og málskilning, forlestrarfærni, magnhugtök og þekkingu á persónulegum högum.

Brigance þroskaskimun er lögð fyrir 2½ árs og 4 ára gömul börn samhliða PEDS-matinu þannig að greina megi raunveruleg frávik með meiri nákvæmni.

HEIMILDASKRÁ

Upplýsingar á þessari síðu var uppfært í ágúst 2022.

Brum reynir eftir fremsta megni að tryggja áreiðanleika upplýsinga og gagna sem birtar eru á vef brum.is. Það er á ábyrgð notanda að meta nákvæmni, réttmæti og/eða notagildi þess efnis sem er á vefsíðunni.

Upplýsingar á vef brum.is er ekki ætlað að koma í stað ráðlegginga heilbrigðisstarfsmanna eins og lækna, hjúkrunafræðinga eða ljósmæðra. Ef þú hefur einhverjar vangaveltur eða spurningar er best að hafa samband við mæðravernd, ungbarnavernd, læknavaktina (s. 1770) eða hringja beint í neyðarlínuna 112. 

Eigendur Brum afsala sér allri ábyrgð vegna þeirra ákvarðanna sem þú tekur á grundvelli þessara upplýsinga, sem eru veittar þér á almennum upplýsingagrundvelli en ekki í staðinn fyrir persónulega læknisfræðilegarráðgjöf.

Nánari skilmála er að finna hér.