FÆÐINGARSTAÐIR
Töluverðar breytingar hafa orðið á fæðingarhjálp á Íslandi síðustu áratugina. Fæðingarstöðum hefur fækkað og þjónustustig breyst. Árið 2010 var sólarhringsskurðstofuþjónustu hætt við Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) á Selfossi og á sama tíma breyttist þar þjónustustigið til muna. Árið 2013 var svo sólahringsþjónustu við fæðingadeildina í Vestmannaeyjum hætt.
Árið 2007 gerði Landlæknisembættið leiðbeiningar um val á fæðingarstað og þar er fæðingastöðum á landinu skipt niður frá A til D.
A-fæðingarstaður: Landspítali Háskólasjúkrahús, sérhæfð deild fyrir áhættumæðravernd og áhættufæðingar. Vökudeild frá 22 vikum.
B-fæðingarstaður: Sjúkrahúsið á Akureyri, sérhæfð deild fyrir áhættumæðravernd og áhættufæðingar. Vökudeild frá 34 vikum.
C- fæðingarstaður: Akranes, Ísafjörður og Neskaupsstaður. Sólarhringsþjónusta á skurðstofu, millistærð af fæðingadeild.
D- fæðingarstaður: Selfoss, Vestmannaeyjar, Keflavík og heimafæðingar. Fæðingadeild á heilbrigðisstofnun þar sem konum í eðlilegri meðgöngu og fæðingu eiga þess kost að fæða. Ekki skurðstofuþjónusta. Heimafæðingar eru einnig flokkaðar sem D-fæðingastaður.
Eftirfarandi upplýsingar þarf að hafa í huga við val á fæðingarstað. Sérstaklega skal athuga að oft á tíðum er lítið um val vegna búsetu og/eða áhættumeðgöngu.
Hjá hverjum stað fyrir sig er útlistað þjónustustig og starfsaðstæður. Upplýsingar á þessari síðu eru fengnar frá ljosmodir.is, dfs.is og landlaeknir.is
- Val á fæðingarstað (ljosmodir.is, maí 2010)
- Leiðbeiningar um val á fæðingarstað (Landlæknir, september 2007)
- Val á fæðingarstað dfs.is – Sigrún Kristjánsdóttir yfirljósmóðir HSU
Símanúmer á fæðingarvakt 23B á LSH er 543-3049.
Gott er að hafa símanúmerið skrifað niður á blað og/eða vista í farsíma þegar settur dagur nálgast.
Fæðingarheimili
- Björkin, Síðumúli 10, 108 Reykjavík, sími 567-9080.
- Þjónustustig D2
- bjorkin.is
Fæðing á sjúkrahúsi
Höfuðborgarsvæðið
Suðurnes
Suðurland
- Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU), sími 482-1300, vefsíða, Facebook, nánari upplýsingar, vaktsími ljósmæðra HSU: 432-2200 – Þjónustustig D1
- Sjúkrahús Vestmannaeyja, sími 481-1955, vefsíða, vaktsími ljósmæðra í Vestmannaeyjum er 897-9620 – Þjónustustig D1
Austurland
- Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA), Neskaupsstað, sími 477-1400, vefsíða, vaktsími ljósmæðra 860-6841 – Þjónustustig C1
Norðausturland
- Sjúkrahúsið á Akureyri (SAK), sími 463-0100, vefsíða, sími fæðingadeildar 463-0129 og 463-0134 – Þjónustustig B
Norðvesturland
- Ekki er boðið uppá fæðingar á Norðvesturlandi en bent er á að hafa samband við Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN). Sjá nánar hér
Vestfirðir
- Sjúkrahúsið á Ísafirði (Heilbrigðisstofnun Vestfjarða), sími 450-4500, vefsíða, vaktsími ljósmóður 860-7455 – Þjónustustig C1
Vesturland
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
- Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE), Akranesi, sími 430-6000, vefsíða, dagdeild kvenna sími 432-1113, mæðravernd sími 432-1000, maedravernd@hve.is – Þjónustustig C1
- Mæðravernd HVE Borgarnesi, sími 432-1430
- Mæðravernd HVE Búðardal, sími 432-1450 (á Reykhólum á mánudögum 432-1460)
- Mæðravernd HVE Grundarfirði, sími 432-1350
- Mæðravernd HVE Hólmavík, sími 432-1400
- Mæðravernd HVE Hvammstanga, sími 432-1400
- Mæðravernd HVE Ólafsvík, sími 432-1360
- Mæðravernd HVE Stykkishólmi, sími 432-1200
Á meðgöngunni er það hlutverk ljósmæðra að meta það hvort konur séu í eðlilegri meðgöngu eða hvort einhverjir áhættuþættir séu til staðar og þá hvort þessir áhættuþættir sem hafa áhrif á það hvar kona megi fæða.
Í leiðbeiningunum frá landlækni segir að helstu ástæður þess að konur eiga þess ekki kost að fæða á öðrum stað en LSH séu eftirfarandi:
- Langvarandi sjúkdómar
- Vaxtarseinkun barns
Einnig gæti þurft að flytja konu í fæðingu ef upp koma vandamál í fæðingunni og eru helstu ástæður þessi:
- Fósturstreita
- Óeðlileg blæðing
- Þörf á mænurótardeyfingu
- Hiti í fæðingu
- Legvatn farið í meira en 24 tíma
- Sótt ekki góð
Ljósmæður sem sinna heimafæðingum
listinn var uppfærður 28.10.2020 skv ljosmaedrafelag.is
Höfuðborgarsvæðið
- Anna Rut Sverrisdóttir, símar 852-0285 og 424-6766, annarutljosa@gmail.com
- Arney Þórarinsdóttir, sími 664-9081 arney@bjorkin.is
- Ásta Hlín Ólafsdóttir, sími 867-1511 astahlino@gmail.com
- Björg Sigurðardóttir, sími 894-4649 bjorgljosa@gmail.com
- Harpa Ósk Valgeirsdóttir, sími 664-9086 harpa@bjorkin.is
- Hrafnhildur Halldórsdóttir, sími 664-9083 hrafnhildur@bjorkin.is
- Ingigerður Guðbjörnsdóttir, símar 821-1481 og 534-1481, ingigerdurg@yahoo.com
- Katrín Sif Sigurgeirsdóttir s. 659-0818, katrinljosmodir@gmail.com
- Kristbjörg Magnúsdóttir, símar 554-7445 og 694-6141, kristbjorg@ljosmodir.is
Akureyri
- Inga Vala Jónsdóttir, símar 462-5737 og 849-3132, ingavalaj@gmail.com
- Lilja Guðnadóttir, símar 466-1047 og 855-1047
Suðurnes
- Anna Rut Sverrisdóttir, símar 852-0285 og 424-6766, annarutljosa@gmail.com
- Björg Sigurðardóttir, sími 894-4649 bjorgljosa@gmail.com
- Katrín Sif Sigurgeirsdóttir s. 6590818, katrinsif@hss.is kataseylum@hotmail.com
- Rut Vestmann, sími 692-9730 rutvestmann@gmail.com
Austurland/Austfirðir og eftir samkomulagi
- Hrafnhildur Lóa Guðmundsdóttir, sími 866-0251, hrabbyloa@gmail.com
Nýjustu rannsóknir hafa sýnt að konur sem eru í eðlilegri meðgöngu og fæðingu eru með betri/jafngóða útkomu úr fæðingum ef þær fæða á ljósmæðrarekinni einingu eða heima heldur en ef þær fæða á hátæknisjúkrahúsi. Samkvæmt Sigrúnu Kristjánsdóttur yfirljósmóðir HSU – Nánar hér
Brum reynir eftir fremsta megni að tryggja áreiðanleika upplýsinga og gagna sem birtar eru á vef brum.is. Það er á ábyrgð notanda að meta nákvæmni, réttmæti og/eða notagildi þess efnis sem er á vefsíðunni.
Upplýsingar á vef brum.is er ekki ætlað að koma í stað ráðlegginga heilbrigðisstarfsmanna eins og lækna, hjúkrunafræðinga eða ljósmæðra. Ef þú hefur einhverjar vangaveltur eða spurningar er best að hafa samband við mæðravernd, ungbarnavernd, læknavaktina (s. 1770) eða hringja beint í neyðarlínuna 112.
Eigendur Brum afsala sér allri ábyrgð vegna þeirra ákvarðanna sem þú tekur á grundvelli þessara upplýsinga, sem eru veittar þér á almennum upplýsingagrundvelli en ekki í staðinn fyrir persónulega læknisfræðilegarráðgjöf.
Nánari skilmála er að finna hér.