FYRSTU DAGARNIR EFTIR FÆÐINGU
Meðgangan og fæðingin er afstaðin og barnið er komið í heiminn. Það tekur tíma að aðlagast breyttum aðstæðum. Það er ekkert ólíklegt eða óeðlilegt við það að fjölskyldan sé dösuð og jafnvel hálf ringluð. Allt er þetta hálf óraunverulegt og getur virst yfirþyrmandi (Karitas Ívarsdóttir og Ragnheiður Bachmann, 2016).
Það tekur tíma að kynnast barninu og smám saman læra foreldrarnir að þekkja venjur barnsins. Ástartilfinningar bæði föður og móður og sú örvun sem þau veita barninu fer ekki síst eftir tækifærum til að halda á því, tala við það og njóta samveru með barni sínu. Margir foreldrar lýsa því hversu mikil gleði og friðsæld getur fylgt því að liggja og horfa á barnið sitt í ró og næði (Heilsuvera, e.d.).
Gefið ykkur tíma til þess að hafa barnið nálægt ykkur eins mikið og þið getið. Þannig getið þið gefið því þá hlýju, umönnun og það öryggi sem það þarfnast. Njótið stundanna með barninu, haldið á því, lyktið af því og snertið það (Heilsuvera, e.d.).
BLOGG
Brjóstagjöf – Fyrstu dagarnir
Heimsóknir fyrstu dagana
HEIMILDASKRÁ
- Heilsuvera (e.d.). Fyrstu dagarnir eftir fæðingu. Sótt af heilsuvera.is
- “Fyrstu dagarnir eftir fæðingu“. Karitas Ívarsdóttir og Ragnheiður Bachmann, Heilsugæslan (2016)
Brum reynir eftir fremsta megni að tryggja áreiðanleika upplýsinga og gagna sem birtar eru á vef brum.is. Það er á ábyrgð notanda að meta nákvæmni, réttmæti og/eða notagildi þess efnis sem er á vefsíðunni.
Upplýsingar á vef brum.is er ekki ætlað að koma í stað ráðlegginga heilbrigðisstarfsmanna eins og lækna, hjúkrunafræðinga eða ljósmæðra. Ef þú hefur einhverjar vangaveltur eða spurningar er best að hafa samband við mæðravernd, ungbarnavernd, læknavaktina (s. 1770) eða hringja beint í neyðarlínuna 112.
Eigendur Brum afsala sér allri ábyrgð vegna þeirra ákvarðanna sem þú tekur á grundvelli þessara upplýsinga, sem eru veittar þér á almennum upplýsingagrundvelli en ekki í staðinn fyrir persónulega læknisfræðilegarráðgjöf.
Nánari skilmála er að finna hér.