Skip to content

TÍÐAHRINGUR OG EGGLOS

Eðlilegur tíðahringur getur verið frá 21 til 35 dagar en er að meðaltali 28 dagar. Fyrsti dagur tíðahringsins er sá dagur þegar blæðingar byrja (Heilsuvera, e.d.).

Miðað við 28 daga tíðahring gildir eftirfarandi:

  • Á 7. degi byrja eggjastokkar að þroska egg og undirbúa egglos.
  • Á 11.-16. degi verður egglos, það er þegar egg losnar úr eggjastokk í eggjaleiðara. Eftir það ferðast egg frá eggjaleiðara og niður í leg. Slímhúð legsins þykknar til að taka á móti frjóvguðu eggi. Frjóvgist eggið ekki, þynnist slímhúðin á ný og blæðingar byrja.
  • Óháð lengd tíðahringsins líða um það bil 14 dagar frá egglosi að næstu blæðingum. Þetta ferli á sér stað hjá konum þangað til þær hætta að hafa blæðingar við tíðahvörf.
  • Yfirleitt verður egglos um 14 dögum fyrir blæðingar sem þýðir að egglos á sér stað á 14. degi tíðahringsins ef hann er 28 dagar, en á 16. degi ef hann er 30 dagar o.s.frv.
  • Frjóa tímabilið byrjar hins vegar 3-4 dögum fyrir egglos og varir 1-2 daga fram yfir egglosið því sæðisfrumur geta lifað í 3-4 daga. Sæðið þarf þó að komast í samband við eggið á innan við 12-24 tímum frá egglosi.
  • Mestu líkurnar á því að geta barn er því á 10.-16. degi tíðahringsins miðað við 28 daga tíðahring.
  • Ef tíðahringurinn er 30 dagar eru frjóu dagarnir 12.-18. dagur og ef hann er 25 dagar eru það 7.-13. dagur 

HEIMILDASKRÁ

Síðan var síðast uppfærð í febrúar árið 2022.

Brum reynir eftir fremsta megni að tryggja áreiðanleika upplýsinga og gagna sem birtar eru á vef brum.is. Það er á ábyrgð notanda að meta nákvæmni, réttmæti og/eða notagildi þess efnis sem er á vefsíðunni.

Upplýsingar á vef brum.is er ekki ætlað að koma í stað ráðlegginga heilbrigðisstarfsmanna eins og lækna, hjúkrunafræðinga eða ljósmæðra. Ef þú hefur einhverjar vangaveltur eða spurningar er best að hafa samband við mæðravernd, ungbarnavernd, læknavaktina (s. 1770) eða hringja beint í neyðarlínuna 112. 

Eigendur Brum afsala sér allri ábyrgð vegna þeirra ákvarðanna sem þú tekur á grundvelli þessara upplýsinga, sem eru veittar þér á almennum upplýsingagrundvelli en ekki í staðinn fyrir persónulega læknisfræðilegarráðgjöf.

Nánari skilmála er að finna hér.