Óhjákvæmilegt er að barn fái hita fyrstu árin. Fyrir marga foreldra getur reynst erfitt að átta sig á hvað skal gera fyrir litla krílið og hvernig skal bregðast við. Oftar en ekki er hitin saklaus en betra er hafa alltaf allan varann á. Mikilvægt er að muna að hiti er ekki sjúkdómur heldur einkenni um undirliggjandi sjúkdóm. Í heilanum er staður sem stýrir líkamshitanum svipað og ofnar í heimahúsum. Hjá börnum í leik getur hitinn auðveldlega farið yfir 38°C án þess að um sjúklegt ástand sé að ræða (Landlaeknir.is, e.d ).
Halda áfram að lesaBarnaexem – orsakir, einkenni og meðferð
Orsakir barnaexems eru óþekktar en flókið samspil erfða og umhverfis spilar þar inn í. Erfðirnar skipta máli hjá stórum hluta þeirra sem fá exem. Um 2/3 þeirra sem fá exem hafa fjölskyldusögu um astma, ofnæmiskvef og exem. Fyrstu merki um exem geta komið fram jafnvel þegar barnið er 6-8 vikna gamalt.
Halda áfram að lesaAugnsýking – hvað er til ráða?
Kvefi og öndunarfærasýkingum fylgir oft roði í augum eða auga og stundum verulegur gröftur sem lekur úr augunum. Bólgur og roði í augum eru algeng einkenni. Oftast er um að ræða veirusýkingar sem fylgja gjarnan kvefi.
Halda áfram að lesa