Lús hjá börnum – Upplýsingar og góð ráð

Lúsasmit eru algeng hjá börnum og sérstaklega þegar leik- og grunnskólar hefjast á ný á hverju hausti. Það er því mikilvægt að vera undirbúin ef höfuðlús gerir vart við sig. Lúsasmit eru algengust á meðal barna á aldrinum 3 til 13 ára og gott að leggja áherslu á að kemba oft og reglulega yfir skólaárið.

Höfuðlús er lítið skordýr sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í hárinu á höfðinu. Hún nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Höfuðlúsin er ekki talin bera neina sjúkdóma og því skaðlaus manninum (heilsuvera.is, e.d.).

Smitleiðir

Lúsin fer á milli einstaklinga ef bein snerting verður frá hári til hárs í nægilega langan tíma til að hún geti skriðið á milli en hún getur hvorki stokkið, flogið né synt. Höfuðlús sem fallið hefur út í umhverfi verður strax löskuð og veikburða og getur þ.a.l. ekki skriðið á annað höfuð og sest þar að. Þess vegna er talið að smit með fatnaði og innanstokksmunum sé afar ólíklegt en ekki er þó hægt að útiloka að greiður, burstar, húfur og þess háttar, sem notað er af fleiri en einum innan stutts tíma, geti hugsanlega borið smit á milli (heilsuvera.is, e.d.).

Einkenni

Höfuðlús veldur litlum einkennum en lúsin og egg hennar, nit, geta sést í hári. Einn af hverjum þremur fær kláða. Lúsin leggur egg sín á hárið nálægt hársverðinum og festir það við hárið. Þar sem nitin er föst við hárið færist hún frá hársverðinum þegar hárið vex. Nit sem komin er langt frá hársverði er líklega dauð eða tóm. Algengast er að nitin sé fyrir aftan eyru og neðantil í hnakka (heilsuvera.is, e.d.).

Meðferð

Nauðsynlegt er að kemba til að greina lúsasmit (lesa má um hvernig er best að kemba hár á Heilsuveru hér). Nota má kembingu sem meðferð við lús. Ef kembt er samviskusamlega á hverjum degi í 14 daga er tryggt að lúsin er farin úr hárinu.

Lúsadrepandi efni
Efni til að drepa höfuðlús fást í apótekum og eru af ýmsum gerðum. Við mælum með Elimax lúsasjampó og má lesa nánar um vörunar hér. Mikilvægt er að fara eftir leiðbeiningum við notkun.

Blönduð leið
Margir velja að fara blandaða leið í baráttunni við lúsina. Þá er kembing og lúsadrepandi efni notað samhliða. Byrjað er á að kemba og svo er hárið meðhöndlað með lúsadrepandi efni. Daginn eftir er kembt aftur og síðan annan hvern dag í 14 daga.

Gott að vita: 

 • Finnist lús í höfði barns er rétt að láta vita í skóla/leikskóla barnsins svo hægt sé að tilkynna foreldrum annarra barna um lúsina og hefta útbreiðslu lúsarinnar.
 • Frá árinu 1999 hefur höfuðlús verið skráningarskyldur sjúkdómur og safna heilsugæslustöðvar, hver á sínu svæði, og skólahjúkrunarfræðingar upplýsingum um lúsasmit og senda til sóttvarnalæknis, einu sinni í mánuði. 
 • Almenningur er beðinn um að tilkynna um lúsasmit til sinnar heilsugæslustöðvar.

Nánari upplýsingar um lús má finna á eftirfarandi síðum:

Heimildaskrá

Heilsuvera.is (e.d.). Höfuðlús. Sótt af heilsuvera.is/markhopar/sjukdomar-fravik-einkenni/hofudlus

Elimax lúsasjampó fyrir börn

Á haustin þegar leik- og grunnskólar hefjast á ný er mikilvægt að vera undirbúin ef höfuðlús geri vart við sig. Elimax® lúsasjampó er fyrsta og eina 2 in 1 lúsameðferðin sem drepur bæði lús og nit auk þess að vernda gegn endursmiti með því að halda nýrri höfuðlús frá hárinu. Elimax® sjampóið er sílikon frítt sem gerir það að verkum að auðvelt er að skola það úr hárinu, einnig hreinsar það hárið og gerir það mjúkt og glasandi.

 • Drepur höfuðlús og nit.
 • Fyrir fullorðna og börn frá 12 mánaða aldri.
 • Heldur nýrri höfuðlús frá.
 • Virkar á aðeins 15 mínútum.
 • Sílíkon frítt: auðvelt að skola úr hári.
 • Án skordýraeiturs.
 • Auðvelt að dreifa í hárið.
 • Má einnig nota sem fyrirbyggjandi meðferð.
 • Lúsakambur fylgir.

Hvernig á að nota Elimax® sjampó?

SKREF 1:

Elimax® sjampó dreift í þurrt hárið. Breiðið handklæði yfir háls og herðar til að koma í veg fyrir að sjampó leki á húð og fatnað.

 1. Notið sjampóbrúsann til að bera sjampó beint í hársvörðinn og í allt hárið. Tryggið að sjampóið fari ekki í munn/lungu eða augu (t.d. með því að hylja munn og augu með þvottapoka).
 2. Nauðsynlegt er að þekja hárið og hársvörðinn alveg með sjampó. Nuddið sjampóinu vel í hárið frá hársverði út í hárenda og veitið svæðinu bak við eyrun og hárlínunni á hálsinum sérstaka athygli.
 3. Látið sjampóið bíða í hárinu í 15 mínútur til að virka og kembið hárið á meðan (sjá skref 2). Ekki hylja hárið.

Hvernig á að nota Elimax® sjampó?

SKREF 2:

Hárið kembt á meðan Elimax® sjampó liggur í hárinu
Kembið hárið vandlega með meðfylgjandi lúsakambi en það eykur árangur meðferðarinnar.

 1. Burstið hárið vandlega með hefðbundnum hárbursta til að leysa flækjur.
 2. Skiptið hárinu í 4 svæði: frá enni að hnakka, og milli eyrna.
 3. Næst skal kemba hvert svæði með meðfylgjandi lúsakamb, byrjað er eins nálægt hársverðinum og mögulegt er. Kembið alltaf frá hársverði að hárendum.
 4. Þurrkið reglulega af kambinum t.d. með bómullarskífu til að farlægja höfuðlús og nit. Kembið hvert svæði þannig að tryggt sé að það sé laust við höfuðlús og nit.

SKREF 3:

 1. Þvoið hárið eftir 15 mínútur (að meðtöldum þeim tíma sem tekur að kemba).
 2. Fyrst skal bleyta hárið örlítið svo sjampóið taki að freyða. Því næst skal skola hárið vandlega með vatni. Auðveldara er að hreinsa sjampóið úr hárinu ef notað er volgt vatn. Passið að sjampó lendi ekki í augum. Ekki er þörf á að þvo hárið aftur með hefðbundnu sjampó.
 3. Þurrkið hárið vandlega með handklæði. Ekki skal nota hárþurrku. Ef sjampóið er notað að kvöldi, þarf að tryggja að hárið sé alveg þornað þegar farið er að sofa.

Leitið daglega í hárinu að höfuðlús/nit næstu 7 daga. Endurtakið meðferðina ef lús fi nnst innan þessa tímabils. Í meirihluta tilfella er ein meðferð fullnægjandi. Fylgiseðill með nánari upplýsingum má finna hér.

Virk innihaldsefni í Elimax® sjampó: 

ÓLIGÓDEKEN OLÍA:
 • Lokar öndunargötum lúsa og nita sem kafna og deyja
 • Leysir upp vaxkennt ysta lag skordýra sem missa við það raka, skorpna og deyja
 LICE PROTECTING FACTOR, LPF (SESAM OLÍA, AKRÝLAT FJÖLLIÐA):
 • Hlutleysir hleðslu hársins sem gerir það erfiðara fyrir lúsina að fara á milli kolla
 • Hefur lykt sem er óaðlaðandi fyrir lýs (en ekki mannfólk)
 • Hefur áhrif á yfirborð hársins og þ.a.l. verður meðhöndlað hár óaðlaðandi fyrir lúsina

Nánari upplýsingar um höfuðlús má finna áheilsuvera.is/markhopar/sjukdomar-fravik-einkenni/hofudlus

Elimax® vörurnar fást í öllum helstu apótekum og meðal annars á lyfja.is

Nánari upplýsingar um Elimax® er að finna hér.

Elimax fyrirbyggjandi lúsasjampó fyrir börn

Á haustin þegar leik- og grunnskólar hefjast á ný er mikilvægt að vera undirbúin ef höfuðlús geri vart við sig. Elimax® Prevention Shampoo er fyrirbyggjandi lúsasjampó sem var sérstaklega þróað til að vernda gegn lúsasmiti. Tilvalið að nota til að koma í veg fyrir lúsasmit þegar skólarnir hefjast á ný. Sjampóið fælir höfuðlús frá hárinu auk þess að hreinsa hárið, veita því raka og næringu. Það er án sílikons og inniheldur eingöngu náttúruleg innihaldsefni. Kynningin er unnin í samstarfi við Alvogen.

 • Virkni sönnuð með viðurkenndum rannsóknum.
 • Verndar gegn lúsasmiti í 3 daga eftir notkun.
 • Má nota frá 12 mánaða aldri.

Notkunarleiðbeiningar

 • Notað eins og hefðbundið sjampó.
 • Sett í blautt hár, nuddað vel í hárið og hársvörðinn.
 • Sjampóið er látið bíða í hárinu í 2 mínútur áður en það er skolað úr.
 • Nota má hárnæringu í kjölfarið ef þess er óskað.
 • Mælt er með því að nota sjampóið þriðja hvern dag til að tryggja hámarksvernd. 

Virk innihaldsefni

Lice Protecting Factor, LPF (sesam olía, akrýlat fjölliða):

 • Hlutleysir hleðslu hársins sem gerir það erfiðara fyrir lúsina að fara á milli kolla.
 • Hefur lykt sem er óaðlaðandi fyrir lýs (en ekki mannfólk).
 • Hefur áhrif á yfirborð hársins og þarf af leiðandi verður meðhöndlað hár óaðlaðandi fyrir lúsin.

Nánari upplýsingar um höfuðlús má finna á heilsuvera.is/markhopar/sjukdomar-fravik-einkenni/hofudlus

Elimax® vörurnar fást í öllum helstu apótekum og meðal annars á lyfja.is

Nánari upplýsingar um Elimax® er að finna hér.

Fólinsýra er mikilvæg fyrir barnshafandi konur

Fólat er B-vítamín, oft nefnt fólasín eða fólinsýra er nauðsynlegt fyrir fólk á öllum aldri en það er sérstaklega mikilvægt fyrir konur á barneignaraldri og barnshafandi konum. Konur sem huga að barneignum eiga að taka inn 400 míkrógrömm fólinsýru (fólattafla eða fólatsprey) á hverjum degi og sérstaklega mikilvægt að taka fólinsýru fyrstu 12 vikur meðgöngu.

Halda áfram að lesa