Hugmyndin um nafnið BRUM kviknaði í göngu um laugardalinn með dætur okkar (mars 2018). Þá tókum við eftir því þegar sólin hækkaði á lofti hvað allt var að lifna við og grænka. Brumið á trjánum var farið að myndast og það minnti okkur á allt það sem við viljum að þessi síða standi fyrir.
Samkvæmt orðabók þýðir orðið brum fyrsti vöxtur blaða á trjágreinum. Brumið er viðkvæmt, tært, ósnert, dýrmætt og springur út í ómælda fegurð líkt og börnin & foreldrahlutverkið er. Nafn sem hæfir 💖
Einar Guðmundsson, Studio WDLND er hönnuður kennimerkisins náði að fanga þessa hugmynd okkar í einstaklega fallegt logo sem við erum stoltar að sé Kennimerki BRUM.