UM BRUM

Brum.is er vettvangur fyrir foreldra og umönnunaraðila barna sem vilja sækja sér upplýsingar um allt sem tengist upphafi lífs. Allt frá hugmyndinni um að eignast barn, frá getnaði, meðgöngu, fæðingu, sængurlegu, fyrstu árunum og allt þar á milli.

"Okkar sýn er að upplýsingar séu aðgengilegar, sannar, fróðlegar og í takt við tímann". ~ Marta & Inga, stofnendur BRUM - Upphaf lífs

Hugmyndin um nafnið BRUM kviknaði í göngu um laugardalinn með dætur okkar (mars 2018). Þá tókum við eftir því þegar sólin hækkaði á lofti hvað allt var að lifna við og grænka. Brumið á trjánum var farið að myndast og það minnti okkur á allt það sem við viljum að þessi síða standi fyrir.

Samkvæmt orðabók þýðir orðið brum fyrsti vöxtur blaða á trjágreinum. Brumið er viðkvæmt, tært, ósnert, dýrmætt og springur út í ómælda fegurð líkt og börnin & foreldrahlutverkið er. Nafn sem hæfir 💖

Einar Guðmundsson, Studio WDLND er hönnuður kennimerkisins náði að fanga þessa hugmynd okkar í einstaklega fallegt logo sem við erum stoltar að sé Kennimerki BRUM.

Hefur þú fyrirspurnir varðandi samstarf eða auglýsingar eða annað sem þú vilt koma á framfæri. Endilega sendu okkur tölvupóst á tölvupóstfangið inga(at)brum.is og við svörum þér eins fljótt og auðið er.