Skip to content

AÐ UNDIRBÚA GETNAÐ

Fyrir suma verður getnaður við fyrstu tilraun, stundum kemur þungunin á óvart og engin plön voru gerð en fyrir aðra þarf að hafa mikið fyrir því að verða ólétt. Ýmislegt getur haft áhrif á hvernig barn verður til en stundum spila óviðráðanlegir hlutir inn í og þörf er á frekari aðstoð.

Hér teljum við upp atriði sem gott er að hafa í huga ef þið eruð að reyna að búa til barn. Hafa ber í huga að þessi atriði sem eru talin upp eru ekki loforð um að getnaður muni eiga sér stað en þessir hlutir geta haft jákvæð áhrif á frjósemi, stuðlað að eðlilegum fósturþroska og síðast en ekki síst að meðgangan gangi vel fyrir sig.

  • Ef þú/þið reykið eða notið eiturlyf þá er ráð að hætta.
  • Gott er að byrja að taka inn fólinsýru. Nánar má lesa um fólinsýru á brum.is/folinsyra-er-mikilvaeg-fyrir-barnshafandi-konur
  • Gott er að taka til í matarræðinu.
  • Ráðlagt er að takmarka neyslu á koffíni við 200 mg á dag (2 bollar).
  • Gott er að hreyfa sig reglulega, fara í sund, léttir göngutúrar, halda sömu rútínu í líkamsræktinni ef líkaminn er í góðu lagi.
  • Fara í skoðun hjá kvensjúkdómalækni og láta athuga hvort allt líti vel út.
  • Ræða við lækni ef þú/þið glímið við einhvern sjúkdóm og/eða takið lyf að staðaldri bara til að fá ráð og ræða um hvort það gæti haft áhrif á frjósemi ykkar.

Þegar grunur leikur á þungun er fyrsta skrefið að fá hana staðfesta. Það er gert með þungunarprófi. Við þungun myndast hormón (human chorionic gonadotrophin, HCG) í líkamanum sem þungunarprófið nemur í þvagi (heilsuvera.is, 2022).

Flest þungunarpróf eru marktæk frá þeim degi sem tíðablæðingar áttu að hefjast, almennt er það um tveimur vikum eftir getnað. Ef þú veist ekki hvenær næstu blæðingar ættu að byrja er ráðlegt að gera þungunarpróf þremur vikum eftir óvarðar samfarir (heilsuvera.is, 2022).

Neikvætt þungunarpróf

Neikvætt þungunarpróf þýðir ekki alltaf að ekki sé um þungun að ræða. Ef prófið er gert áður en tíðablæðingar áttu að hefjast getur það verið neikvætt þótt þungun sé til staðar. Ef þig grunar þungun þrátt fyrir neikvætt próf, ættir þú að endurtaka prófið viku síðar. Ef það er líka neikvætt og tíðablæðingar ekki byrjaðar ættirðu að ræða við lækni (heilsuvera.is, 2022).

Ef þungunarpróf reynist jákvætt er mælt með næstu skrefum:

Fyrsta skrefið er að fá staðfestingu á þunguninni. Það er gert með þungunarprófi og ef prófið er jákvætt er næsta skref að panta tíma hjá ljósmóður* og/eða panta tíma hjá kvennsjúkdómalækni eða 9. mánuðum í snemmsónar**

*Ljósmæður eru starfandi í mæðraverndinni hjá öllum heilsugæslustöðvum á landinu og er leyfilegt að panta tíma þar sem þú hefur áhuga á að vera í mæðravernd. Ekki þarf lengur að vera í mæðravernd útfrá sínu hverfi. Fyrir fyrsta tímann er gott að setja saman lista með spurningum sem þér/ykkur langar að fá svör við varðandi meðgönguna. Nánar má lesa um mæðravernd hér.

Hægt er að áætla settan dag með því að reikna út frá fyrsta degi síðustu blæðinga. Á ljosmodir.is er góð reiknivél. 

**Snemmsónar – Kvennsjúkdómalæknirinn athugar m.a. hvort að fóstrið sé á réttum stað inni í leginu, hvort hjartsláttur sé til staðar og fjölda fóstra. Athugið þó að möguleiki er á að ekkert af ofantöldu sjáist. Best er að vera komin 6 vikur á leið áður en þú pantar snemmsónar. Hægt er að panta snemmsónar hjá kvennsjúkdómalækni og einnig hjá 9 mánuðum hér.

Góður tími til að byrja að taka meðgöngu vítamín. Hægt er að finna ýmis góð fjölvítamín sem eru sérstaklega samsett fyrir barnshafandi konur. Mikilvægt er að athuga að þau innihaldi ekki óæskileg efni og að lágmarki 500 mcg af fólínsýru. Við mælum með að lesa bæklinginn „Mataræði á meðgöngu“ útgefinn af Landlækni. Einnig eru upplýsingar á heilsveru.is hér.

Hægt er að sækja ýmis áhugaverð snjallforrit (e. app) sem gefa upplýsingar um þróun móðurinnar og fóstursins á meðgöngu. Sjá nánar á brum.is/snjallforrit-sem-vid-maelum-med-a-medgongunni

Góður tími til að segja sínum allra nánustu frá þunguninni. Það getur verið mikilvægt fyrir verðandi foreldra að fá stuðninginn við þessar merkilegu breytingar. Foreldrar eða nánustu vinir geta gefið ráð og rými og ekki má gleyma visku sem fólkið í kringum okkur getur deilt. Þó er mikilvægt er þó að fara eftir sínu innsæi. Yfirmenn gefa einnig skilning á vinnutíma varðandi fjarveru og á minni vinnuafköstum.

Ef þú treystir þér ekki til að eiga barnið getur þú leitað ráðgjafar hjá heilsugæslulækni eða móttökudeild kvenna á Landspítala. Nánari upplýsingar hér (attavitinn.is) og hér (landspitali.is)

Viðbrögð við þungun

Tilvonandi foreldrar geta upplifað þungunina mismunandi á þessu tímabili. Ef til vill er þungunin óraunveruleg í huga makans á meðan hún er stöðug líkamleg upplifun hjá móðurinni.

HEIMILDASKRÁ

Síðast uppfært febrúar2023.

Brum reynir eftir fremsta megni að tryggja áreiðanleika upplýsinga og gagna sem birtar eru á vef brum.is. Það er á ábyrgð notanda að meta nákvæmni, réttmæti og/eða notagildi þess efnis sem er á vefsíðunni.

Upplýsingar á vef brum.is er ekki ætlað að koma í stað ráðlegginga heilbrigðisstarfsmanna eins og lækna, hjúkrunafræðinga eða ljósmæðra. Ef þú hefur einhverjar vangaveltur eða spurningar er best að hafa samband við mæðravernd, ungbarnavernd, læknavaktina (s. 1770) eða hringja beint í neyðarlínuna 112. 

Eigendur Brum afsala sér allri ábyrgð vegna þeirra ákvarðanna sem þú tekur á grundvelli þessara upplýsinga, sem eru veittar þér á almennum upplýsingagrundvelli en ekki í staðinn fyrir persónulega læknisfræðilegarráðgjöf.

Nánari skilmála er að finna hér.