12 MÁNAÐA
BARNIÐ ÞITT Í HNOTSKURN
Hæð 68,1cm - 81,4cm (meðaltal)
Þyngd 6,78 kg til 12,32 kg (meðaltal)
Trúir þú því að eitt ár er liðið frá því að barnið þitt fæddist? Barnið þitt byrjaði ævi sína sem lítið kríli og er nú orðin(n) lítill sjálfstæður einstaklingur með sinn eigin persónuleika.
Fyrir nokkrum mánuðum var barnið þitt að byrja læra um varanleika hlutar (e. object permanence). Sem felur í sér að barn áttar sig smám saman á því að hlutir eru til en hverfa ekki, þrátt fyrir að sjá það ekki (eða finna bragð, heyra o.s.frv.). Sem dæmi: Ef dót var sett undir teppi þá hélt barnið að dótið væri horfið (týnt). En eftir að barnið lærir um varanleika hlutar áttar barnið sig á því að dótið er ennþá undir teppinu og hverfur ekki.
12 mánaða börn eru því orðin meðvituð um hluti og þeirra hlutverk t.d. “hvar er boltinn” ef að boltinn er undir sófa og barnið sá boltann rúlla þar undir þá veit barnið að boltinn er undir sófanum. Þetta þýðir líka að vitund barns á foreldrum sínum er mikil og tekur því barnið vel eftir ef til dæmis foreldri gengur út úr herbergi frá því.
Ekki gleyma að eins árs gamalt barn á eftir að læra helling í viðbót og þroskast mikið á næstu mánuðum. Það er mikilvægt að halda áfram að efla þroska þess með lestri, söng, útiveru, leikföngum o.s.frv. Mörg börn eru farin að vilja gera hluti eins síns liðs t.d. fletta bók, borða, klæða sig o.fl. Ef barnið þitt er ekki hjá dagmömmu eða í leikskóla þá er sniðugt að leyfa barninu að hitta önnur börn þegar tími gefst. Hvort sem það er í kríla- og/eða mömmuhitting, á bókasafni, í sundi og/eða út á leikvelli.
Málþroski
Málþroski barna um 12 mánaða er enn óskýr, mikið um hljóð (babl) en þó geta verið komin nokkur orð í orðaforða þess. Barnið tjáir sig þó með sterkari áherslu á hljóðum og foreldrar vita betur hvað hvert hljóð þýðir. Þrátt fyrir að orðaforði barna í tali sé lítill þá er orða skilningur þess búin að eflast mikið. Barnið getur t.d. skilið “hvar er dudda” „boltinn datt“ og “hvar er mamma” svo eitthvað sé nefnt.
Hermiáhrif barns gagnvart foreldri og nánustu ættingjum heldur áfram og reynir barnið að herma eftir orðum eða málhreyfingum. Góð leið til að efla málþroska barns er að benda á hluti og segja hvað það er, og/eða lesa bók með myndum og útskýra hvað er á hverri mynd. Góð bók til að nota er meðal annars, Fyrstu 100 orðin, sjá hér.
Hreyfigeta
Foreldrar færið ykkur… 12 mánaða barnið þitt er komið á flug og labbar kannski sjálf(ur), ýtir sér áfram og/eða skríður um allt á miklum hraða. Fyrir nokkrum vikum gastu skilið barnið þitt eftir í ömmustól og það dundaði sér í dágóðan tíma, en núna vill barnið skoða nærumhverfið sitt á hreyfingu og nú er ekki aftur snúið.
Mikilvægt er að öryggisvæða húsnæði ykkar og húsnæði hjá t.d. ömmu og afa (þar sem barnið er mikið með viðveru). Sérstaklega þar sem börn eru farin að klifra, skríða upp/niður stiga og annað. Þú þarft samt ekki að hafa áhyggjur ef barnið þitt er ekki farið að taka skref eins síns liðs. Hvert barn tekur sinn tíma og barnið þitt er varkárara en annað.
Góðar upplýsingar varðandi öryggi barna og á heimilum er að finna hjá Miðstöð slysavarna barna, sjá hér.
Einnig er nákvæmar upplýsingar hjá Embæti landlæknis, sjá hér.
Mataræði
Mataræði eins árs barns hefur tekið miklum breytingum frá fæðingu eða þegar það fékk brjósta- eða ungbarnamjólk í fyrsta sinn. Um 12 mánaða eru margar mæður sem kynna barnið sitt fyrir Stoðmjólk, Nýmjólk (mælt er með að nota ekki léttmjólk eða undarrennu) og/eða aðrar mjólkurlausar afurðir eins og haframjólk eða möndlumjólk (gott er að pasa að mjólkurlausa afurðin sé kalkbætt).
Að hætta með barn á brjósti og/eða taka út pela er mismunandi eftir hverju barni og móðir þess. Það er engin ákveðin regla sem þarf að fylgja og ef barnið hætti á brjóst sex mánaða eða er á brjósti til 24 mánaða þá er það fullkomlega eðlilegt. Best er að ræða við hjúkrunarfræðing eða lækni í 12 mánaða skoðun barnsins ef þú ert með spurningar varðandi þessi mál.
12 mánaða börn eru farin að borða margvíslega fæðutegundir og allskonar mat. Það sem skiptir öllu máli er að passa stærð matarbita t.d. ekki gefa heil vínber, ávallt að skera þau í bita. Of stórir matarbitar geta auðveldlega fest sig í hálsi barns. Sjá bækling um næringu barna frá Embætti landlæknis hér.
Mataræði ungbarna:
- Heilsuvera.is, mataræði 6-12 mánaða barna
- Heilsuvera.is, mataræði 1-2 ára barna
- Cafesigrun.is, ungbarnamatur
- Matvælastofnun, ungbarnafæði
Svefnrútína
Börn um 12 mánaða þurfa 13 til 14 klukkustunda (að meðaltali) svefn á hverjum degi. Mælt er með að börn taki ennþá að minnsta kosti einn lúr á dag sem er oftast í kringum hádegið. Lúr barna getur þá verið misjafn og stundum þurfa þau tvo lúra, stundum einn sem er 30min og stundum annan sem er 2klst.
BARNIÐ Í TÖLUM
Brum reynir eftir fremsta megni að tryggja áreiðanleika upplýsinga og gagna sem birtar eru á vef brum.is. Það er á ábyrgð notanda að meta nákvæmni, réttmæti og/eða notagildi þess efnis sem er á vefsíðunni.
Upplýsingar á vef brum.is er ekki ætlað að koma í stað ráðlegginga heilbrigðisstarfsmanna eins og lækna, hjúkrunafræðinga eða ljósmæðra. Ef þú hefur einhverjar vangaveltur eða spurningar er best að hafa samband við mæðravernd, ungbarnavernd, læknavaktina (s. 1770) eða hringja beint í neyðarlínuna 112.
Eigendur Brum afsala sér allri ábyrgð vegna þeirra ákvarðanna sem þú tekur á grundvelli þessara upplýsinga, sem eru veittar þér á almennum upplýsingagrundvelli en ekki í staðinn fyrir persónulega læknisfræðilegarráðgjöf.
Nánari skilmála er að finna hér.