2 VIKNA
BARNIÐ ÞITT Í HNOTSKURN
Hæð 46,1cm - 55,9cm (meðaltal)
Þyngd 2,36 kg til 4,92 kg (meðaltal)
Til hamingju! Fyrsta vikan í lífi barn þíns er yfirstaðin og oft er sagt að fyrsta vikan sé erfiðust fyrir barn, þig, maka og/eða fjölskyldu. Ekki örvænta ef þetta var óvenju erfið vika því fram undan eru skemmtilegir tímar og margt til að hlakka til. Barnið þroskast með hverjum deginum sem líður og það helsta sem gerist á annarri viku er að skynfærin halda áfram að þroskast. Svefn- og matarþörfin er mikilvæg fyrir þroskann og því er barnið oft á brjósti eða pela og hver gjöf getur tekið lengri tíma þar sem maginn þeirra getur sífellt tekið við meiri næringu. Ekki er komin ákveðin regla með svefn barnsins en mikilvægt er fyrir móðir að leggja sig með barninu til að hvílast og safna orku.
Á næstu vikum mun ákveðin rútína myndast og meiri regla kemur á svefn- og matarþörf barnsins. Mörg börn lenda í því að fyllast af lofti þegar þau drekka og getur verið gott að fylgjast með ef það grætur mikið og virðist eiga erfitt með að leysa loft. Gott er að nudda magann og hreyfa lappirnar og síðan eru til allskonar önnur ráð. Á ensku heitir þetta colicky og fyrir börn sem eru á pela er mikilvægt að notast við pela sem kemur í veg fyrir að loft myndist þegar barnið drekkur.
Gott er að tala við barnið, knúsa, kyssa það og leyfa því að liggja á bringunni til að heyra hjartslátt móður og/eða föður. Nánd við foreldri skiptir miklu máli fyrstu vikurnar og því gildir enn húð-við-húð aðferðin. Ekki láta þér bregða ef barnið fer að gráta þegar þú leggur það niður eftir gjöf þar sem það er fullkomlega eðlilegt þar sem barnið áttar sig ekki á því að þú ert enn til staðar.
Naflastrengur barnsins er farinn að þorna og getur jafnvel verið dottin af. Það getur fylgt naflastrengnum vond lykt sem er eðlilegt. Gott er að halda svæðinu þurru og hreinsa reglulega þegar hann er dottin af með eyrnapinna sem gott að bleyta örlítið. Ljósmóðir sem sér um heimavitjun mun einnig sína foreldrum hvernig best er að gera þetta.
Eðlilegt er að þurr barnshúð eða litlar hormónabólur myndist, þar sem húðin er að aðlagast því að vera ekki lengur í móðurkviði umvafið legvatni. Oft er gott að setja brjóstamjólk á hormónabólurnar ef þér finnst þær vera fleiri en eðlilegt er.
Síðan var uppfærð nóvember 2020
BARNIÐ Í TÖLUM
Brum reynir eftir fremsta megni að tryggja áreiðanleika upplýsinga og gagna sem birtar eru á vef brum.is. Það er á ábyrgð notanda að meta nákvæmni, réttmæti og/eða notagildi þess efnis sem er á vefsíðunni.
Upplýsingar á vef brum.is er ekki ætlað að koma í stað ráðlegginga heilbrigðisstarfsmanna eins og lækna, hjúkrunafræðinga eða ljósmæðra. Ef þú hefur einhverjar vangaveltur eða spurningar er best að hafa samband við mæðravernd, ungbarnavernd, læknavaktina (s. 1770) eða hringja beint í neyðarlínuna 112.
Eigendur Brum afsala sér allri ábyrgð vegna þeirra ákvarðanna sem þú tekur á grundvelli þessara upplýsinga, sem eru veittar þér á almennum upplýsingagrundvelli en ekki í staðinn fyrir persónulega læknisfræðilegarráðgjöf.
Nánari skilmála er að finna hér.