Skip to content

6 VIKNA

BARNIÐ ÞITT Í HNOTSKURN

Þyngd 3,17 kg til 6,21 kg (meðaltal)

Hæð 49,8cm - 59,7cm (meðaltal)

Sex vikna barn er ekki aðeins byrjað að brosa heldur er það til í örvun og leik. Barnið er farið að sjá skýrar og því sniðugt að kynna því fyrir til dæmis leikgrind/teppi þar sem dót er fyrir ofan barnið til að heilla það. Tilvalinn tími fyrir makann að sjá um barnið, tengjast því nánar og veita því örvun við leik á meðan til dæmis móðirn hvílir sig. Gaman er einnig að leyfa systkinum að taka þátt og kynnast nýjasta meðlimi fjölskyldunnar.

Oft gerist það við sex vikna tímabilið að mikið sé um grátur hjá barninu og foreldrar verða áhyggjufullir hvort það sé eitthvað að barninu. Í flestum tilfellum er þetta eðlilegt og einungis partur af þroskaferli barnsins en stundum getur þetta verið sem dæmi magakvilli, stundum kallað ungbarnakveisa (e. colicky). Ávallt er best að ræða við barnalækni og/eða hjúkrunarfræðing sem sér um barnið þitt í ungbarnaverndinni og/eða hringja í Læknavaktina.

Til að fræðast meira um ungbarnakveisu þá eru tvær vefgreinar sem við mælum með að foreldrar lesi:

  • Leiðbeiningar um ung- og smábarnavernd – Embætti landlæknis, sjá hér (byrjar á bls. 7).
  • Barn með magakveisu á doktor.is, sjá hér.
  • Hefur þú heyrt um formjólkurkveisu? – mbl.is, sjá hér.

Mörg börn lenda í því að fyllast af lofti þegar þau drekka og getur verið gott að fylgjast með ef það grætur mikið og virðist eiga erfitt með að leysa loft. Gott er að nudda magann og hreyfa lappirnar og síðan eru til allskonar önnur ráð. Á ensku heitir þetta colicky og fyrir börn sem eru á pela er mikilvægt að notast við pela sem kemur í veg fyrir að loft myndist þegar barnið drekkur.

Síðan var uppfærð október 2021.

BARNIÐ Í TÖLUM

MÁNAÐA
VIKNA
DAGA

9 vikna

Viltu fræðast um 9 vikna barn? Ýttu á hnappinn

Brum reynir eftir fremsta megni að tryggja áreiðanleika upplýsinga og gagna sem birtar eru á vef brum.is. Það er á ábyrgð notanda að meta nákvæmni, réttmæti og/eða notagildi þess efnis sem er á vefsíðunni.

Upplýsingar á vef brum.is er ekki ætlað að koma í stað ráðlegginga heilbrigðisstarfsmanna eins og lækna, hjúkrunafræðinga eða ljósmæðra. Ef þú hefur einhverjar vangaveltur eða spurningar er best að hafa samband við mæðravernd, ungbarnavernd, læknavaktina (s. 1770) eða hringja beint í neyðarlínuna 112. 

Eigendur Brum afsala sér allri ábyrgð vegna þeirra ákvarðanna sem þú tekur á grundvelli þessara upplýsinga, sem eru veittar þér á almennum upplýsingagrundvelli en ekki í staðinn fyrir persónulega læknisfræðilegarráðgjöf.

Nánari skilmála er að finna hér.