Skip to content

9 VIKNA

BARNIÐ ÞITT Í HNOTSKURN

Hæð 51,3 cm - 61,6 cm (meðaltal)

Þyngd 3,53 kg til 6,85 kg (meðaltal)

Til hamingju! Barnið þitt er orðið níu vikna eða rétt um tveggja mánaða og margt hefur nú þegar breyst þegar kemur að þroska og matarvenjum. Á þessum tíma hafa mörg börn bætt á sig u.þ.b. 40-50% í þyngd ofan á fæðingarþyngd. Bros og hjal barns þegar það sér m.a. foreldra sína er orðið að vana.

Sum börn eru farin að sjá liti og form ásamt því að auka tjáningu með hjali. Ef þú/þið eruð ekki byrjuð að örva barnið með til dæmis leik, þá er sniðugt að byrja á því núna. Til dæmis:

  • þroskaleikföng (t.d. frá Lamaze),
  • leikteppi,
  • leikgrind,
  • ömmustóll.

Til að örva málskilning ungbarna er gott að ná augnsambandi og tala skýrt við barnið, sem sagt ekki babbla eins og ungabarn. Sum börn eru farin að herma eftir foreldrum sínum með hljóðum og hreyfingum, opna muninn og/eða ulla með tungunni.

Söngur og tónlist er frábær leið til að örva skynfæri barna og aldrei að vita nema að barnið þitt sé nú þegar komið með eftirlætis tónlist, hvort sem það sé klassísk tónlist, íslensk lög eða rapp.

Hreyfingu barna við tveggja mánaða aldur hefur farið mikið fram frá fæðingu og eru börn farin að sparka, nota hendur meira, til dæmis við að reyna að grípa hluti sem eru nálægt þeim. Börn á þessum aldri eru enn of ung til að halda höfði og því mjög mikilvægt að halda vel utan um höfuð þegar barnið er í fangi foreldris eða annars einstaklings. Gott er að setja barnið reglulega á magann til að styrkja bak og höfuð, þó ekki of lengi í senn. Sum börn á þessum aldri getað rúllað sér og því er mikilvægt að skilja aldrei barnið eftir eftirlitslaust. Ef barnið þitt er með hreyfivanda sem flokkast undir „lin börn“, þá eru góð ráð til að örva barnið á heilsuvera.is, sjá hér

Matartími er komin í ágæta rútínu við tveggja mánaða aldur og barnið finnur á sér hvað er að gerast þegar móðirin gerir sig klára fyrir brjósta- og/eða pelagjöf. Barnið verður spennt, sparkar, veifar höndum og/eða hjalar. Loft í maga getur aukist og því skiptir miklu máli að passa að varir barnsins séu þétt upp að brjóstinu eða pelanum svo að barnið kyngi ekki auka lofti. Einnig getur umhverfið farið að hafa áhrif á barnið og það slitið sig frá brjósti eða pela í miðri gjöf. Þá er ágætt að setja til dæmis klút eða taubleyju yfir öxlina á móður/maka og yfir höfuð barnsins til þess að barnið einbeiti sér að því að drekka.

Barnið ætti að ropa að minnsta kosti einu sinni á meðan á gjöf stendur og/eða eftir gjöf. Ef þér finnst vera mikið loft í maga barnsins, er hægt að nudda magann í kringum naflann og passa að nudda ávallt réttsælis. Hjólaæfingar með fætur barns eru einnig góðar til að koma loftinu á hreyfingu. Sum börn þurfa aðstoð til að leysa loft, t.d. með Windi, minifoam eða skírnidropum. Ávallt er best að tala við hjúkrunarfræðing eða lækni í ungbarnaverndinni ef einhverjar áhyggjur rísa.

Þegar bleyjuskipti eiga sér stað er góð regla að venja sig á að gera þessa stund skemmtilega með söng, spjalli og með því að strjúka eða nudda magasvæðið. Þetta mun hjálpa til því eftir nokkra mánuði þegar barnið er farið að hreyfa sig meira og bleyjuskiptin verða erfiðari, tengir barnið þessa stund sem sérstaka og er vonandi ekki mikið á hreyfingu.

Það eru spennandi vikur og mánuðir fram undan hjá þér/ykkur og barni!

Síðan var uppfærð nóvember 2020

BARNIÐ Í TÖLUM

MÁNAÐA
VIKNA
DAGA

3 mánaða

Viltu fræðast um þriggja mánaða barn? Ýttu á hnappinn

Brum reynir eftir fremsta megni að tryggja áreiðanleika upplýsinga og gagna sem birtar eru á vef brum.is. Það er á ábyrgð notanda að meta nákvæmni, réttmæti og/eða notagildi þess efnis sem er á vefsíðunni.

Upplýsingar á vef brum.is er ekki ætlað að koma í stað ráðlegginga heilbrigðisstarfsmanna eins og lækna, hjúkrunafræðinga eða ljósmæðra. Ef þú hefur einhverjar vangaveltur eða spurningar er best að hafa samband við mæðravernd, ungbarnavernd, læknavaktina (s. 1770) eða hringja beint í neyðarlínuna 112. 

Eigendur Brum afsala sér allri ábyrgð vegna þeirra ákvarðanna sem þú tekur á grundvelli þessara upplýsinga, sem eru veittar þér á almennum upplýsingagrundvelli en ekki í staðinn fyrir persónulega læknisfræðilegarráðgjöf.

Nánari skilmála er að finna hér.