Skip to content

ÁÆTLAÐUR FÆÐINGARDAGUR

Hægt er að reikna út áætlaðan fæðingardag til viðmiðunar um hvenær má vænta þess að barnið komi í heiminn. Hafa ber í huga að áætlaður fæðingardagur er einungis viðmið og barnið kemur yfirleitt í heiminn þegar það er tilbúið.

Áætlaður fæðingardagur veltur einnig á því hvort blæðingar séu reglulegar og tíðarhringurinn sé í kringum 28 dagar. Eðlileg meðgöngulengd er frá 37 til 40 vikum.

Áætlaður fæðingardagur og tækni/glasafrjóvgun:

Hægt er að fá nokkuð skýra mynd af áætluðum fæðingardegi þar sem vitað er um dagsetningu getnaðar í glasa- og tæknifrjóvgun. Jafnvel þó að þú vitir ekki hvenær þú varst þunguð, gleymt fyrsta degi í síðasta tíðahring eða ert ekki viss um hvenær egglos átti sér stað, geta aðrar vísbendingar hjálpað þér að finna áætlaðan fæðingardag þinn. Þar á meðal:

Snemmsónar – getur gefið nákvæmari lengd meðgöngu með því að mæla fósturstærð. Það gæti verið gott að fara í snemmsónar ef tíðahringur þinn er óreglulegur, þú ert 35 ára eða eldri, með sögu um fósturlát eða fylgikvilla á meðgöngu eða ekki er hægt að ákvarða áætlaðan fæðingardag út frá útreikningum frá fyrsta degi síðustu blæðinga.

Ákveðnir áfangar meðgöngunnar – t.d. fyrsta skiptið sem hjartsláttur barnsins heyrist (í kringum 9. eða 10. viku, þó það geti verið mismunandi) og þegar þú finnur fyrst fyrir fósturhreyfingu (að meðaltali á milli 18. og 22. viku, en getur verið fyrr eða seinna), getur gefið vísbendingar um hvort áætlaður fæðingardagur sé réttur.

Hæð legbotnsins – sem er mælingin frá legbeini þínu að toppi legsins, er skoðuð af ljósmóður þinni við hverja mæðraskoðun og hjálpar til við að staðfesta áætlaðan fæðingardag.

Get ég ákveðið áætlaðan fæðingardag barnsins míns? Hægt er að nota reiknivélina hér fyrir neðan og einnig er góð reiknivél á ljosmodir.is

Provided by YourDueDate.com

Síðast uppfært nóvember 2021

Brum reynir eftir fremsta megni að tryggja áreiðanleika upplýsinga og gagna sem birtar eru á vef brum.is. Það er á ábyrgð notanda að meta nákvæmni, réttmæti og/eða notagildi þess efnis sem er á vefsíðunni.

Upplýsingar á vef brum.is er ekki ætlað að koma í stað ráðlegginga heilbrigðisstarfsmanna eins og lækna, hjúkrunafræðinga eða ljósmæðra. Ef þú hefur einhverjar vangaveltur eða spurningar er best að hafa samband við mæðravernd, ungbarnavernd, læknavaktina (s. 1770) eða hringja beint í neyðarlínuna 112. 

Eigendur Brum afsala sér allri ábyrgð vegna þeirra ákvarðanna sem þú tekur á grundvelli þessara upplýsinga, sem eru veittar þér á almennum upplýsingagrundvelli en ekki í staðinn fyrir persónulega læknisfræðilegarráðgjöf.

Nánari skilmála er að finna hér.