Skip to content

3 VIKNA

BARNIÐ ÞITT Í HNOTSKURN

Hæð 47,2cm - 56,9cm (meðaltal)

Þyngd 2,55kg til 5,26kg (meðaltal)

Barnið þitt er orðið þriggja vikna og fyrstu tvær vikurnar afstaðnar. Þú/þið ættuð að vera komin í betri rútínu og eru hormónar móður enn að komast í jafnvægi eftir meðgöngu og fæðingu. Því er eðlilegt að upplifa hormónasveiflur, t.d. grátur (m.a. sængurkvennagrátur), gleði, vanlíðan og svefntruflanir og er því mikilvægt að hafa gott stuðningsnet í kringum sig fyrstu vikurnar.

Það sem einkennir viku þrjú hjá flestum börnum er aukinn grátur þar sem grátur er eina tjáningarformið sem þau kunna og getur grátur þýtt m.a. hungur, vanlíðan, þörf fyrir nýja bleyju og hlýju móður. Vika þrjú og næstu vikur geta tekið verulega á móður, maka og/eða fjölskyldu og eru til margskonar leiðir sem gætu hjálpað þér/ykkur. Sem dæmi má nefna:

  • Moby wrap / Manduca er gott til að nota við að róa þarf lítið kríli. Móðir eða maki vefur moby wrap sjalinu (eða festir manduca pokann) á sig og setur barnið í. Þessi aðferð hefur það róandi áhrif þar sem barnið finnur hjartslátt og hlýju frá móðir eða maka.
  • Vefja / reifa barnið þegar það sefur. Barni líður í flestum tilfellum vel þegar það er vafið og hendur þess settar þétt upp að því sem og fætur. Þessi aðferð lætur barninu líða eins og það sé í móðurkviði.
  • Húð við húð er gott fyrir bæði barnið og móður/maka, þá sérstaklega til að undirbúa barnið fyrir brjósta- eða pelagjöf og er einnig tilvalið eftir gjöf.
  • Í þessari viku hefur barnið verið baðað af ljósmóður og getur bað verið róandi fyrir sum börn. Ljósmóðir gefur þér/ykkur fyrirmæli hversu oft skal baða barnið fyrstu vikurnar.
  • Hreyfa barnið: hvort sem þú heldur á barninu, hossar, vaggar því eða setur í ömmustól sem ruggar og/eða með titringi, eru aðferðir sem geta látið barninu líða betur.
  • Hljóð (e. white noise) er góð leið til að róa barn og þá sérstaklega hljóð/tónlist sem líkir eftir hljóðum sem barn heyrði í móðurkviði. Sjá lista á Spotify sem við mælum með hér.

Ef þú ert nýbakaður faðir/maki (eða amma/afi) og hugsar hvar þú átt heima í þessu nýja hlutverki, er margt sem hægt er að gera fyrir utan að fylgjast með móður gefa barninu brjóst. Hægt er að létta á öðrum verkum og ekki gleyma að nýbökuð móðir þarf gott stuðningsnet í kringum sig. Andleg líðan skiptir miklu máli hjá móður (og maka) og því er gott að tala opinskátt um tilfinningar eftir fæðingu.

Fæðingarþunglyndi er eitthvað sem margar mæður upplifa, sem og margir makar, og ættu þessi málefni ekki að vera tabú. Best er að ræða við ljósmóður (eða starfsmann á heilsugæslu þinni) ef þig grunar að þér eða maka þínum líði illa. Ljósmóðir mun sjá til þess að þú/þið fáið aðstoð sem fyrst.

Nánari upplýsingar er að finna á ljosmodir.is hér

Síðan var uppfærð nóvember 2020

BARNIÐ Í TÖLUM

VIKNA
DAGA
KLUKKUSTUNDA

4 vikna

Viltu fræðast um viku fjögur? Ýttu hnappinn

Brum reynir eftir fremsta megni að tryggja áreiðanleika upplýsinga og gagna sem birtar eru á vef brum.is. Það er á ábyrgð notanda að meta nákvæmni, réttmæti og/eða notagildi þess efnis sem er á vefsíðunni.

Upplýsingar á vef brum.is er ekki ætlað að koma í stað ráðlegginga heilbrigðisstarfsmanna eins og lækna, hjúkrunafræðinga eða ljósmæðra. Ef þú hefur einhverjar vangaveltur eða spurningar er best að hafa samband við mæðravernd, ungbarnavernd, læknavaktina (s. 1770) eða hringja beint í neyðarlínuna 112. 

Eigendur Brum afsala sér allri ábyrgð vegna þeirra ákvarðanna sem þú tekur á grundvelli þessara upplýsinga, sem eru veittar þér á almennum upplýsingagrundvelli en ekki í staðinn fyrir persónulega læknisfræðilegarráðgjöf.

Nánari skilmála er að finna hér.