Skip to content

6 MÁNAÐA

BARNIÐ ÞITT Í HNOTSKURN

Hæð 60,4cm - 72,6cm (meðaltal)

Þyngd 5,5 kg til 10,17 kg (meðaltal)

Barnið þitt er orðið 6 mánaða og þér gæti fundist erfitt að trúa því. Þennan mánuðinn getur margt gerst í þroska barns og því er mikilvægt að fylgjast vel með. Þetta á ekki við öll börn og foreldrar þurfa að muna að hvert barn gerir hluti á sínum hraða. Ef þú hefur einhverjar áhyggjur varðandi þroska hjá barni þínu þá er best að hafa samband við hjúkrunarfræðing sem sér um ungbarnaverndina hjá barni þínu.

Á þessum tíma eru flest börn orðin áhugasöm um athygli frá foreldrum og öðrum. Persónuleiki barns heldur áfram að þroskast og skapgerð fer að sýna sig. Aðskilnaðarkvíði barns getur byrjað á þessum tíma og þá vill það síður láta aðra en foreldra halda á sér. Aðskilnaðarkvíði er stórt þroskaþrep og því þarf ekki að hafa áhyggjur af því. Þetta þýðir að barnið þitt þekkir þig vel og vill vera nálægt sínum nánustu. Það er gott að venja barnið við að hitta aðra svo það sé ekki hrætt í nýjum kringumstæðum.

Talmáttur barna við sex mánaða er heldur áfram að þróast og bætast við ný óhljóð, hjal og fleira á hverjum degi. Haltu áfram að tala skýrt við barnið og fá svör frá því á móti. Börn á þessum aldri eru sum farin að sitja sjálf án aðstoðar og jafnvel ýta sér aftur eða fram þegar þau liggja á maganum. Það er sniðugt að prufa að setja dót eða einhvern hlut fyrir framan barnið og sjá hvort það reyni að teygja sig í það (jafnvel skríða smá).

Gott að fylgjast með handahreyfingum barns og æfa það í fínhreyfingum. Hringlur, smágerð og litamikil leikföng sem barnið getur haldið á eru góð. Sum börn eru jafnvel farin að færa leikföng á milli handa og er það skemmtilegt þroskamerki til að halda upp á. Passið bara vel upp á að leikföng sem barnið leikur sér með séu ætlað fyrir 6 mánaða aldur eða yngra og alls ekki litlir hlutir sem barnið getur sett upp í sig og kafnað á. Börn nota bragðskynið mest til að kynnast öllu og því fer flest sem það nær í upp í munn þess.

Þau börn sem eru á pela eru farin að vilja halda utan um pelann og það er um að gera að leyfa því aðeins að halda við pelann en alls ekki sleppa pelanum. Pelar eru misjafnir og ef barnið heldur sjálft á pelanum eða er skilið eftir með pelann getur komið of mikill vökvi út og barnið átt erfitt með að kyngja / kafnað.

Börn sem hafa enn ekki fengið að prufa fasta fæðu þá er þetta tilvalin tími til að byrja að kynna barnið fyrir grautum. Í samráði við hjúkrunarfræðing útfrá sex mánaða skoðun barns er best að meta aðstæður hvort tími sé komin til að byrja. Flest börn fá að prufa fyrst hirse graut eða mauk. Mauk getur meðal annars verið úr sætum kartöflum, gullrótum, brokkolí og annað. Passið uppá að byrja aðeins á nokkrum teskeiðum í einu og aðeins ein máltíð á dag.

Svefnrútína sex mánaða barna er rosalega misjöfn er mörg börn eru þó komin í rútínu og geta sofið að meðaltali 10 -14 klukkustundir á næturnar. Gott er að halda í nokkra lúra á dag og er það vanalega 1 fyrir hádegi, 1 eftir hádegi og 1 seinni partinn (ef þess þarf). Tanntaka er oftast ekki byrjuð en þó eru sum börn sem byrja snemma að fá tennur og þá er gott að vera á varðbergi fyrir því. Nánar má lesa um tanntöku hér.

Ef þú hefur ekki skoðað öryggisvarnir barna á þessum tímapunkti þá er gott að byrja á því. Við mælum með að skoða eftirfarandi síðu:

Það er aldrei of snemmt að byrja að öryggisvæða húsið sitt. https://www.msb.is/portfolio/slysavarnir-0-5-ara

Síðan var uppfærð nóvember 2020

BARNIÐ Í TÖLUM

MÁNAÐA
VIKNA
DAGA

8 MÁNAÐA

Viltu fræðast um átta mánaða barn? Ýttu á hnappinn

Brum reynir eftir fremsta megni að tryggja áreiðanleika upplýsinga og gagna sem birtar eru á vef brum.is. Það er á ábyrgð notanda að meta nákvæmni, réttmæti og/eða notagildi þess efnis sem er á vefsíðunni.

Upplýsingar á vef brum.is er ekki ætlað að koma í stað ráðlegginga heilbrigðisstarfsmanna eins og lækna, hjúkrunafræðinga eða ljósmæðra. Ef þú hefur einhverjar vangaveltur eða spurningar er best að hafa samband við mæðravernd, ungbarnavernd, læknavaktina (s. 1770) eða hringja beint í neyðarlínuna 112. 

Eigendur Brum afsala sér allri ábyrgð vegna þeirra ákvarðanna sem þú tekur á grundvelli þessara upplýsinga, sem eru veittar þér á almennum upplýsingagrundvelli en ekki í staðinn fyrir persónulega læknisfræðilegarráðgjöf.

Nánari skilmála er að finna hér.