Skip to content

MÆÐRAVERND

Þjónusta mæðraverndar er ókeypis og verðandi mæður geta annaðhvort farið á heilsugæslustöð í sínu hverfi eða valið aðra stöð og skráð sig á hana. Listi yfir heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu er að finna hér.

Viðtöl og skoðanir eru í boði frá upphafi meðgöngu og fram að fæðingu. Fyrsta viðtal við ljósmóður er gjarnan tekið í gegnum síma fljótlega eftir að þungun er staðfest og eftir það er gefinn tími í fyrstu skoðun. Fjöldi mæðraskoðana fer svo eftir aðstæðum, oftast 7 til 10 skipti.

Milli skoðana er hægt að fá símaráðgjöf hjá ljósmóður. Mæðravernd er í höndum ljósmæðra í samvinnu við heimilislækna á heilsugæslustöðvum og samráð er haft við fæðingalækna heilsugæslunnar ef þörf er á.

Markmið með mæðravernd heilsugæslunnar er að:

  • stuðla að heilbrigði móður og barns,
  • veita faglega umönnun, stuðning og ráðgjöf,
  • greina áhættuþætti og bregðast við þeim,
  • veita fræðslu um meðgöngu og fæðingu og
  • framkvæma allar nauðsynlegar skoðanir.

Þegar þungun er staðfest er gott að hafa samband við ljósmóður á heilsugæslustöð og panta tíma í fyrsta viðtal og skoðun. Tími er gjarnan gefinn fyrir 12 vikna meðgöngu.

  • Fjöldi skoðana í mæðravernd eru 10 skipti ef þú gengur með fyrsta barn
  • Fjöldi skoðana í mæðravernd eru 7 skipti ef þú hefur gengið áður með barn 

Yfirlit yfir venjubundna meðgönguvernd:

Ljósmóðir þín eða læknir munu veita upplýsingar um mataræði, lifnaðarhætti, þjónustu sem er veitt á meðgöngu, tryggingavernd og skimanir.

  • greina hvort þú þurfir viðbótarskoðanir
  • fræða þig um gagnsemi fólat inntöku (400 míkrógrömm daglega á fyrstu 12 vikum meðgöngu). Nánar má lesa um fólinsýru hér.
  • bjóða þér skimanir á þann hátt að þú skiljir tilgang skimana áður en þú þiggur einhverja þeirra
  • bjóða þér upplýsingar um snemmómun og fósturskimun
  • mæla blóðþrýsting, hæð og þyngd, athuga eggjahvítu í þvagi
  • bjóða þér aðstoð til reykleysis ef þú reykir
  • bjóða þér ómun til mats á meðgöngulengd, fylgjustaðsetningu og fyrir sköpulagsgöllum fósturs (19-20 vikur)

Fara yfir, ræða og skrá niðurstöður allra skimana sem hafa verið gerðar, mæla blóðþrýsting og athuga þvag

Mæla legbotnshæð, blóðþrýsting og athuga þvag

Mæla legbotnshæð, blóðþrýsting og athuga þvag. Bjóða skimun fyrir blóðleysi. Ef þú ert í RhD neikvæðum blóðflokki er þér
boðin skimun fyrir rauðkornamótefnum.

Mæla legbotnshæð, blóðþrýsting og athuga þvag.

Mæla legbotnshæð, blóðþrýsting og athuga þvag.

Mæla legbotnshæð, blóðþrýsting og athuga þvag. Athuga fósturstöðu, ef barn er í sitjandi stöðu er boðin tilraun til ytri
vendingar. Bjóða skimun fyrir rauðkornamótefnum ef þú ert í RhD neikvæðum blóðflokki.

Mæla legbotnshæð, blóðþrýsting og athuga þvag. Athuga fósturstöðu.

Mæla legbotnshæð, blóðþrýsting og athuga þvag. Athuga fósturstöðu.

Mæla legbotnshæð, blóðþrýsting og athuga þvag. Þér er boðin belgjalosun ef ákvörðun um framköllun fæðingar liggur fyrir.
Athuga fósturstöðu.

Í fyrsta viðtali eru skráðar almennar upplýsingar um heilsufar ásamt fyrri meðgöngu- og fæðingarsögu ef við á. Búast má við að fyrsti tíminn í mæðravernd geti tekið allt að eina klukkustund.

Gert er ráð fyrir að fjöldi skoðana sé tíu talsins hjá konu sem gengur með sitt fyrsta barn og sjö hjá konum sem hafa fætt áður. Fjöldi skoðana á meðgöngu getur þó verið mismunandi og fer það eftir þörfum og mati ljósmóður hverju sinni. Hver koma í mæðravernd getur tekið 20-30 mínútur. Eldri systkini eru velkomin með í mæðraverndina.

Í hverri komu er rætt um almenna líðan og heilsufar. Blóðþrýstingur er mældur og athugað er hvort prótein er í þvagi. Hlustað er eftir hjartslætti fóstursins frá 16 vikna skoðun og frá 25 vikna skoðun er stærð legsins mæld, frá lífbeini að legbotni. Á 36. viku er lega barnsins metin.

Í mæðraverndinni gefst tækifæri til umræðna og spurninga og veitt er fræðsla og ráðgjöf eins og við á hverju sinni, t.d. um mataræði, hreyfingu, skimanir á meðgöngu, fósturrannsóknir, þjónustu sem er í boði á meðgöngu, val á fæðingarstað, fæðinguna sjálfa, bjargráð í fæðingu, fæðingarorlof, brjóstagjöf, sængurlegu og fleira.

Skimanir

Boðið er upp á fjölda skimana í mæðraverndinni. Tilgangur þessara skimana er að athuga hvort eitthvað komi í ljós sem gæti haft áhrif á heilsufar móður og barns á meðgöngunni.

Í upphafi meðgöngu er skimað fyrir blóðleysi, lifrarbólgu B, HIV, rauðum hundum, sárasótt og rauðkornamótefnum. Einnig er skimað fyrir þvagfærasýkingu. Í ákveðnum tilfellum er skimað fyrir meðgöngusykursýki. Þessar skimanir eru gerðar með blóð- og þvagsýnatöku hjá móður.

Boðið er upp á ómskoðanir og aðrar fósturrannsóknir í samstarfi við fósturgreiningardeild Landspítalans eða aðrar stofnanir sem sjá um fósturómskoðanir. Sjá nánar hér.

Í 16 vikna skoðun er gert ráð fyrir að skimað sé fyrir þunglyndi og kvíða.

Fósturgreiningardeild

Á fósturgreiningardeild eru framkvæmdar fósturskoðanir á meðgöngu, til að mynda staðfesting þungunar, 11 til 14 vikna fósturskimun, 19 til 20 vikna fósturskimun, vaxtarmælingar, flæðismælingar, tekin legvatnssýni og fylgjuvefsýni

Nánari upplýsingar sem vert er að skoða: 

HEIMILDASKRÁ

Síðast uppfært nóvember 2021

Brum reynir eftir fremsta megni að tryggja áreiðanleika upplýsinga og gagna sem birtar eru á vef brum.is. Það er á ábyrgð notanda að meta nákvæmni, réttmæti og/eða notagildi þess efnis sem er á vefsíðunni.

Upplýsingar á vef brum.is er ekki ætlað að koma í stað ráðlegginga heilbrigðisstarfsmanna eins og lækna, hjúkrunafræðinga eða ljósmæðra. Ef þú hefur einhverjar vangaveltur eða spurningar er best að hafa samband við mæðravernd, ungbarnavernd, læknavaktina (s. 1770) eða hringja beint í neyðarlínuna 112. 

Eigendur Brum afsala sér allri ábyrgð vegna þeirra ákvarðanna sem þú tekur á grundvelli þessara upplýsinga, sem eru veittar þér á almennum upplýsingagrundvelli en ekki í staðinn fyrir persónulega læknisfræðilegarráðgjöf.

Nánari skilmála er að finna hér.