Snjallforrit sem við mælum með á meðgöngunni

Snjallvæðing getur stytt biðina á meðgöngu og eru til allskonar skemmtileg forrit fyrir verðandi foreldra. Eftirfarandi snjallforrit (e. apps) mælum við með:

Pregnancy +

Þetta víðtæka app býður upp á allskonar hluti sem foreldrar vilja vita um á meðgöngunni. Pregnancy+ undirbýr mömmur og maka fyrir komandi læknisheimsóknum og sýnir vöxt barnsins í 3D. Snjallforritið er með daglegar skýringar um meðgönguna ásamt upplýsingum um barn, svör við spurningum, skrásetningu, myndaalbúmi til að setja inn myndir af bumbunni og margt fleira, allt boðið upp á í fallegu viðmóti.

 • Niðurhala hér fyrir Iphone snjallsíma
 • Niðurhala hér fyrir Android snjallsíma

Ljósan

Ljósmæðrafélag Íslands vann að íslenskri útgáfu af smáforritinu Ljósan (danska appið Gravid) og sá Signý Dóra Harðardóttir og Elísabet Ósk Vigfúsdóttir ljósmæður um þýðingu. Í appinu er að finna flest allt sem þú þarft að vita um meðgöngu, fæðingu, sængurlegu og fyrstu mánuði barnsins.

 • Niðurhala hér fyrir Android snjallsíma

Sprout

Sprout meðgöngu appið leiðbeinir þér alla daga meðgöngunnar. Það hjálpar þér að halda utan um skipulagið fyrir hverja viku og fræðir þig um spennandi breytingar og þróun sem á sér stað í líkama þínum og fyrir vaxandi barn þitt.

 • Niðurhala hér fyrir Iphone snjallsíma
 • Niðurhala hér fyrir Android snjallsíma

Nefna

Með Nefna snjallforritinu er auðvelt og skemmtilegt að fletta í gegnum íslensk mannanöfn eftir ýmsum leiðum, sjá hvað þau þýða, velja þau sem koma til greina, forgangsraða og finna hið eina rétta.

 • Niðurhala hér fyrir Iphone snjallsíma

Wonder Weeks®

Fyrir foreldra nýbura og ungra barna getur forritið Wonder Weeks® verið bjargvætt á þeim tímum sem maður veltir fyrir sér hvað í ósköpunum er að gerast. Börn breytast hratt og hafa í för með sér pirraða áfanga, erfiðan svefn og minni matarlyst. Wonder Weeks forritið hjálpar foreldrum að fylgjast með þroska framvindu viku eftir viku þegar ung börn þroskast.

 • Niðurhala hér fyrir Iphone snjallsíma
 • Niðurhala hér fyrir Android snjallsíma

Baby Story

Taktu dýrmætar stundir þínar og gerðu þær að varanlegum minningum. Baby Story snjallforritið gerir meðgöngu þína, barnsmyndir og áfanga barnsins að fallegum sjónrænum sögum.

 • Niðurhala hér fyrir Iphone snjallsíma

Preglife

Preglife snjallforritið er þróað af ljósmæðrum, læknum og öðrum sérfræðingum í Svíþjóð. Meðgöngu appið tryggir að allar læknisfræðilegar upplýsingar sem kynntar eru í forritinu hafa verið yfirfarnar og staðfestar af sérfræðingum í heilbrigðisþjónustu. Metnaður þeirra er að styrkja fjölskyldur svo þær geti hlúð að öruggum og hamingjusömum börnum með staðreyndum og þekkingu.

 • Niðurhala hér fyrir Iphone snjallsíma
 • Niðurhala hér fyrir Android snjallsíma

Brum reynir eftir fremsta megni að tryggja áreiðanleika upplýsinga og gagna sem birtar eru á vef brum.is. Það er á ábyrgð notanda að meta nákvæmni, réttmæti og/eða notagildi þess efnis sem er á vefsíðunni.

Upplýsingar á vef brum.is er ekki ætlað að koma í stað ráðlegginga heilbrigðisstarfsmanna eins og lækna, hjúkrunafræðinga eða ljósmæðra. Ef þú hefur einhverjar vangaveltur eða spurningar er best að hafa samband við mæðravernd, ungbarnavernd, læknavaktina (s. 1770) eða hringja beint í neyðarlínuna 112. 

Eigendur Brum afsala sér allri ábyrgð vegna þeirra ákvarðanna sem þú tekur á grundvelli þessara upplýsinga, sem eru veittar þér á almennum upplýsingagrundvelli en ekki í staðinn fyrir persónulega læknisfræðilegarráðgjöf.

Nánari skilmála er að finna hér.

Svipaðar færslur