Heimsóknir fyrstu dagana

Fæðingin er yfirstaðinn og þú ert komin heim með gullmolann þinn. Margar vangaveltur varðandi heimsóknir fyrstu dagana vefst oft fyrir foreldrum. Fyrir tíma Covid fengu ólmir fjölskyldumeðlimir að koma í heimsókn til að dást af krílinu á sjúkrahúsið en því miður er það ekki í boði eins og er. 

Á tímum þegar langaamma og/eða amma þín eignuðust börn var oft vaninn að nýbökuð móðir myndi vera tilbúin að taka á móti gestum stuttu eftir fæðingu og þá var ætlast til að húsið væri hreint og nýbakað góðgæti fyrir gesti.

Í stuttu máli, þú ræður ferðinni! Ef þú áttir til dæmis erfiða fæðingu þá er mikilvægt að taka sér tíma til að leyfa líkamanum að jafna sig og einnig er mikilvægt að njóta þess að kynnast barninu þínu. Fyrstu dagarnir eru mikilvægir fyrir barnið að kynnast foreldrum sínum (tengslamyndun) og þá sérstaklega við móður þar sem barninu líður best að finna nánd frá henni.

Þegar gestir koma í heimsókn er gott að láta makann sjá um að taka á móti þeim og vera hálfgerður dyravörður sem passar upp á hvenær heimsóknin er farin að lengjast og tími kominn fyrir hvíld. Ef þú vilt hafa tíma til að slaka á og spjalla við gesti, þá mun makinn vera meira en fús til að taka þátt í að sjá um barnið meðal annars skipta á bleyju, róa það og gefa því pela ef það á við.

Margar mæður eru einstæðar og meðal annars ég (Inga, brum.is), þá er mikilvægt að stuðningsaðili (í mínu tilfelli foreldrar mínir) sjái um þessar skyldur sem nefndar voru að ofan. Ekki hafa allir sterkt bakland og því mikilvægt að umvefja sig af nánum vinum sem geta veitt aðstoð. Það er fullkomlega eðlilegt að biðja um aðstoð þar sem fyrstu vikurnar eftir að barnið kemur í heiminn geta tekið virkilega á andlega og líkamlega líðan móður. 

Nokkrar ráðleggingar

  • Gerðu það ljóst fyrirfram hvenær heimsóknin er og hve löng hún á að vera. Þú gætir til dæmis sagt: „það væri frábært ef þú kíkir við klukkan tvö því ljósmóðir mun koma í heimavitjun um þrjú leytið“.
  • Ef þú væntir þess að fá margar heimsóknir fyrstu vikurnar getur verið gott að fá til dæmis tvær heimsóknir yfir daginn. Eina heimsókn fyrir hádegi og eina heimsókn eftir hádegi. Það hentar þeim sem finnst nauðsynlegt að taka aðeins til heima hjá sér eða móðir vill aðeins gera sig fína. En mundu bara það er ekki mikilvægt! Þú varst að eiga barn og fólk skilur alveg að heimilið sé ekki í röð og reglu.
  • Sóttvarnir í kringum nýbura eru mikilvægar alltaf og ennþá meira á tímum Covid. Um leið og gestir koma inn til þín, látið þá vita að þeir verði að þvo sér um hendurnar, hvort sem þeir eru sótthreinsaðir eða ekki tveimur mínútum áður en þeir komu inn. Láttu einnig gesti vita að ef þeir eru með einhver flensueinkenni þá eigi þeir ekki að koma í heimsókn.

Nánar má lesa um sængurlegu kvenna og fyrstu dagana eftir fæðingu á brum.is/saengurlega

Svipaðar færslur