D-vítamín er nauðsynlegt fyrir ungabörn

Skortur D-vítamíns í börnum tengist yfir 100 sjúkdómseinkennum og getur það m.a. komið fram í lélegri beinheilsu og skemmdum tönnum því það sér um að frásoga kalkið úr blóðinu til að það nýtist sem best en 99% af kalki er að finna einmitt í beinum og tönnum. Þá er ráðlagt að gefa barni D-vítamín frá eins til tveggja vikna aldri.

Continue reading

Hiti hjá börnum- Hjálpleg atriði

Óhjákvæmilegt er að barn fái hita fyrstu árin. Fyrir marga foreldra getur reynst erfitt að átta sig á hvað skal gera fyrir litla krílið og hvernig skal bregðast við. Oftar en ekki er hitin saklaus en betra er hafa alltaf allan varann á. Mikilvægt er að muna að hiti er ekki sjúkdómur heldur einkenni um undirliggjandi sjúkdóm. Í heilanum er staður sem stýrir líkamshitanum svipað og ofnar í heimahúsum. Hjá börnum í leik getur hitinn auðveldlega farið yfir 38°C án þess að um sjúklegt ástand sé að ræða (Landlaeknir.is, e.d ).

Continue reading

Fundur með Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra

Við vorum þess heiðurs aðnjótandi að hitta hana Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra í nóvember síðastliðnum (2019) til að kynna henni fyrir Brum. Við þökkum henni kærlega fyrir áheyrnina og áhugaverðar samræður.

Þess má geta að Svandís var ein af þeim sem ritstýrði frábæru bókinni ,,Konur með einn í útvíkkun fá enga samúð – fæðingarsögur íslenskra kvenna” frá árinu 2002.

Bók sem við mælum hiklaust með og er hægt að nálgast hana á flestum bókasöfnum, sjá hér. Einnig er hægt að lesa bókakafla úr henni á mbl.is mbl.is/greinasafn/grein/696274

“Konur með einn í útvíkkun fá enga samúð er ekki bók sem maður á að gleypa í sig í einum bita. Svo haldið sé áfram að líkja lestrinum við át má segja að hér sé boðið upp á glæsilegt hlaðborð með alls konar réttum og eins og allir vita getur manni orðið bumbult á því að úða í sig öllu sem á boðstólum er – þótt það skapi kannski ákveðna nautn meðan á því stendur”.

Soffía Auður Birgisdóttir – SKÁLD.is

Nánari umfjöllun frá Soffíu Auði um bókina má finna hér.

Áhugavert á Instagram VOL I

Þeir sem nota Instagram til að fylgjast með hinum og þessum þá mælum við með þessum prófílum sem koma inn á allskonar hluti varðandi getnað, meðgöngu, fæðingu, sængurlegu og fyrsta árið. Svo minnum við að sjálfsögðu að Brum er á Instagram undir nafninu @brum.is

Continue reading