Það er ólíklegt að þú finnir fyrir miklum breytingum á svefnvenjum á fyrstu vikum meðgöngu en þegar fer að líða á seinni hluta fyrsta þriðjungs meðgöngu fer líkaminn að taka við miklum breytingum sem getur meðal annars verið svefntruflanir. Engin kona er eins og því er mikilvægt að finna sína eigin rútínu er varðar svefnvenjur á meðgöngu. Konur sem hafa áður gengið með barn geta átt betri upplifun á seinni meðgöngu en öfugt. Við erum allar ólíkar á okkar eigin hátt og engin meðganga eins.
Oftast er mælt að óléttar konur reyni að liggja á vinstri hliðinni þegar þær sofa. Það bætir blóðrásina og auðveldari leið frá hjarta þínu til fylgju til að næra barnið þitt. Að liggja á vinstri hliðinni kemur einnig í veg fyrir að stækkandi líkamsþyngd þín þrýsti of hart niður á lifrina. Þó að hvor hliðin sé í lagi, þá er oftast talað um að vinstri hliðin sé best.
Margir sérfræðingar mæla líka með því að þú forðast að liggja flatt á bakinu alla nóttina (en ekki hafa áhyggjur ef þú veltir þér yfir nóttina og vaknar þannig). Hins vegar segja sumir sérfræðingar núna að barnshafandi mæður geti sofið í hvaða stöðu sem er þægileg fyrir þær frekar en að hafa of miklar áhyggjur af því á einn eða annan hátt.
Þegar kona sefur á bakinu hvílir öll þyngd legsins og barnsins sem stækkar á bakinu, þörmunum, holæðunum og á aðalbláæðinni sem flytur blóð aftur til hjartans frá neðri hluta líkamans. Á þriðja þriðjungi meðgöngu er mikilvægt að reyna forðast að sofa á bakinu.
Nokkrar ráðleggingar til að gera svefnvenjur auðveldari á meðgöngu:
- Notaðu mikið af púðum.
- Prófaðu að krossa annan fótinn yfir hinn og setja einn kodda á milli þeirra og annan kodda fyrir aftan bakið – eða einhverja aðra samsetningu sem hjálpar þér að sofa.
- Fáðu þér sérstakan meðgöngukodda eða brjóstagjafapúða.
- Fyrir auka stuðning, reyndu að nota fleyglaga kodda eða meðgöngupúða fyrir allan líkamann.
- Styðjið við líkamann.
- Ef koddar hjálpa ekki skaltu prófa að sofa í hálfuppréttri stöðu til dæmis í hægindastól (ef þú ert með einn) í stað rúmsins.
Tillögur að svefnstöðu
Fleiri upplýsingar má finna á eftirfarandi síðum: