Áhugaverð hlaðvörp um foreldrahlutverkið

Fyrir foreldra og verðandi foreldra þá er alltaf gott að geta hlustað á uppbyggjandi, fróðleg og skemmtileg hlaðvörp. Eftirfarandi hlaðvörp koma inn á allskonar hluti varðandi getnað, meðgöngu, fæðingu, sængurlegu og fyrsta árið. Hellið upp á kaffibolla eða skellið ykkur út í göngutúr og njótið. Góða hlustun.

Andvarpið

Andvarpið – hlaðvarp foreldra, er fyrir foreldra, um foreldra, til foreldra. Í þessum þætti ræðum við almennt um foreldrahlutverkið, það að detta á hnéð með kúk í poka, að neyða börnin með í skíðaferð og að muna hvern einasta dag að 30 % eru það sem þarf til að standa sig.

Legvarpið

Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu.

Límónutréð

Límónutréð er hlaðvarp um leikskólamál. Rætt er um allt milli himins og jarðar sem tengist leikskólastarfi og gestir þáttanna koma úr öllum áttum leikskólasamfélagsins.

Virðing í uppeldi – meðvitaðir foreldrar

Hlaðvarpið Virðing í uppeldi – meðvitaðir foreldrar, ræðir á jafningjagrundvelli um þeirra reynslu, líkt og gert er á mánaðarlegum foreldramorgnum og -kvöldum. Þau fá góða gesti í þáttinn sem hafa eitthvað sérstakt fram að færa um virðingarríkt uppeldi.

Fæðingarcast

Spjall um allt sem tengist meðgöngu og fæðingum.

Þokan

Vinkonurnar Þórunn Ívars og Alexsandra Bernharð ræða um móðurhlutverkið og fara þær yfir allt frá getnaði til meðgöngu, fæðingar og dagsins í dag ásamt því að fá til sín skemmtilega gesti í þessari tíu þátta seríu.

Kviknar

Í hlaðvarpinu Kviknar fjallar Andrea Eyland um fæðingar frá ýmsum sjónarhornum, fær gesti í hljóðverið sem deila reynslusögum og talar við sérfræðinga.

Respectful parenting – Janet Lansbury unruffled

Each episode addresses a reader’s parenting issue through the lens of Janet’s respectful parenting philosophy. Janet is a respected parenting adviser, author, and consultant whose website (JanetLansbury.com) is visited by millions of readers annually. Her work informs, inspires, and supports caregivers of infants and toddlers across the globe, helping to create relationships of respect, trust, and love.

Svipaðar færslur