D-vítamín er nauðsynlegt fyrir ungabörn

Hver einasta fruma líkamans þarf D-vítamín og það er jafnframt eina vítamínið sem við þurfum að fá í bætiefnaformi alla ævi. D-vítamín er fituleysanlegt vítamín sem þjónar aðallega þeim tilgangi að auka upptöku kalksmagnesíum og fosfats í líkamanum. Það eru sérstaklega mikilvæg fyrir beinvöxt. Það telst bæði vera vítamín og hormón (Wikipedia, e.d.). Húðin framleiðir D-vítamín og líkaminn geymir vítamínið einkum í lifrinni en líka í fituvef og vöðvum. Uppspretta D- vítamíns er úr sólarljósinu sem eykur framleiðslu D-vítamíns í húðinni (Lyfja.is, e.d.). Einnig finnst vítamínið í Þorskalifur, síld, lúðu, lax, lýsi, eggjum og mjólkurafurðum.

Hvort sem barnið er eingöngu á móðurmjólk, pela eða bæði þá er ráðlagt að gefa barni D-vítamín dropa frá eins til tveggja vikna aldri. Ráðlagt magn D-vítamíns er 10 míkrógrömm (µg) á dag. D-vítamín er nauðsynlegt til að kalk nýtist úr fæðunni og beinin þroskist eðlilega.

Skortur D-vítamíns í börnum tengist yfir 100 sjúkdómseinkennum og getur það m.a. komið fram í lélegri beinheilsu og skemmdum tönnum því það sér um að frásoga kalkið úr blóðinu til að það nýtist sem best en 99% af kalki er að finna einmitt í beinum og tönnum. Skortur getur einnig valdið beinkrömum eða vansköpun beina vegna kalkskorts.

Íbúar á norðlægum slóðum þar sem dagsljós er af skornum skammti hluta árs er ráðlagt að taka vítamínið aukalega. Einnig er ekki ráðlagt að vera með ungabörn í sterku sólarljósinu svo upptakan er af skornum skammti. Hvort sem barnið er eingöngu á móðurmjólk, pela eða bæði þá er ráðlagt að gefa barni D-vítamín frá eins til tveggja vikna aldri.

Landlæknisembættið ráðleggur 400 a.e. daglega fyrir ungabörn

mynd að ofan er frá heilsuvera.is

Til að tryggja barninu nægilegt D-vítamín þarf að gefa barninu D-vítamín dropa á hverjum degi. Eftir að barnið er farið að fá fasta fæðu er ráðlagt að gefa annað hvort eina teskeið af krakkalýsi eða þorskalýsi. Sum börn þola illa lýsi í malla og þá er um að gera að halda áfram með einungis D-vítamín gjöfina.

Ýmsar frábærar vörur eru á markaðnum í dag og öll með því markmiði að auðvelt sé að koma vítamíninu ofaní börnin. Munnsprey og dropar eru sérstaklega hönnuð þannig að þau frásogist fljótt í munninum og beint í blóðrásina og fari framhjá meltingarveginum gegnum slímhúð (undir tungu og/eða út í kinn) og tryggja þannig hámarks upptöku. Þetta er einföld og vísindalega sönnuð aðferð og frábær leið til þess að koma þessu lífsnauðsynlega vítamíni í krílin okkar.

Mikilvægt er að skoða vel magn D-vítamíns per dropa á umbúðum svo barnið fái réttan skammt. Hafið í huga að ráðlagður skammtur framleiðanda gæti verið annar en ráðlagt er fyrir ungbörn á Íslandi (10 míkrógrömm). Ekki ætti að fara yfir ráðlagðan dagsskammtinn. Við mælum alltaf með því að ráðfæra sig við lækni eða ljósmóður við val á bætiefnum eða fæðubótarefnum. Ekki má gefa ungbörnum lýsi og D-vítamíndropa samtímis vegna hættu á D-vítamín eitrun (Heilsuvera.is, e.d.).

Heimildaskrá:


Brum reynir eftir fremsta megni að tryggja áreiðanleika upplýsinga og gagna sem birtar eru á vef brum.is. Það er á ábyrgð notanda að meta nákvæmni, réttmæti og/eða notagildi þess efnis sem er á vefsíðunni.

Upplýsingar á vef brum.is er ekki ætlað að koma í stað ráðlegginga heilbrigðisstarfsmanna eins og lækna, hjúkrunafræðinga eða ljósmæðra. Ef þú hefur einhverjar vangaveltur eða spurningar er best að hafa samband við mæðravernd, ungbarnavernd, læknavaktina (s. 1770) eða hringja beint í neyðarlínuna 112. 

Eigendur Brum afsala sér allri ábyrgð vegna þeirra ákvarðanna sem þú tekur á grundvelli þessara upplýsinga, sem eru veittar þér á almennum upplýsingagrundvelli en ekki í staðinn fyrir persónulega læknisfræðilega ráðgjöf.

Nánari skilmála er að finna hér.

Svipaðar færslur