Áhugavert á Instagram VOL I

Þeir sem nota Instagram til að fylgjast með hinum og þessum þá mælum við með þessum prófílum sem koma inn á allskonar hluti varðandi getnað, meðgöngu, fæðingu, sængurlegu og fyrsta árið. Svo minnum við að sjálfsögðu að Brum er á Instagram undir nafninu @brum.is

Empowered Birth Project – myndir og myndbönd sem sýna fæðingu, meðgöngu og fyrstu mánuðina eftir barnsburð á sannan, fallegan og hráan hátt. Nánari upplýsingar má einnig finna á vefsíðu þeirra empoweredbirthproject.com

The Birth Hour – Sannar frásagnir kvenna um upplifun þeirra á meðgöngu, fæðingu, fæðingarþunglyndi og fleira. Áhugaverðar myndir og myndbönd sem sýna þessi fallegu augnablik á sannan hátt. Einnig halda þau úti áhugaverðu hlaðvarpi sem er að finna hér.

Expectful – Frábært hugleiðslu App fyrir verðandi mæður og foreldra sem hjálpar til við að undirbúa komu litla kraftaverksins á mjög fallegan hátt. Á Instagram færðu að sjá fallegar myndir og myndbönd sem sýna hvað þetta ferðalag og hlutverk er magnað og fallegt. Nánari upplýsingar um appið er að finna hér.

Mother.ly – Fallegt Instagram sem sýnir alla kanta móðurhlutverksins.

View this post on Instagram

So true! 😂 #TeamMotherly

A post shared by Motherly (@mother.ly) on

Ekki gleyma að fylgja Brum er á Instagram undir nafninu @brum.is

Svipaðar færslur