Annar þriðjungur – upplýsingar

Áður en bloggið hefst þá óska ég þér innilega til hamingju með óléttuna og vera komin á annan þriðjung meðgöngu. Margar óléttar konur upplifa mikla ógleði, þreytu og annað á fyrsta þriðjungi og því fagna flestar konur þeim áfanga þegar annar þriðjungur hefst og stendur hann yfir frá viku 13 til 28. Oft er talað um þetta tímabil sem bestu og ánægjulegustu mánuði meðgöngunnar.

Mæðravernd skoðanir – annar þriðjungur

  • 16 vikur – Hvað er gert: Farið yfir, rætt og skráð niðurstöður allra skimana sem hafa verið gerðar. Blóðþrýstingur mældur og þvag athugað.
  • 25 vikur – Hvað er gert: Legbotnshæð er mæld, blóðþrýstingur mældur og þvag athugað.
  • 28 vikur – Hvað er gert: Legbotnshæð er mæld, blóðþrýstingur mældur og þvag athugað. Boðið er upp á skimun fyrir blóðleysi. Ef þú ert í RhD neikvæðum blóðflokki er þér boðin skimun fyrir rauðkornamótefnum.

Hvað getur gerst á öðrum þriðjungi

Gyllinæð og óþægindi af henni er algengur kvilli á meðgöngu. Orsakast oftast af hægðatregðu og gott er að hafa bæta trefjum í mataræði t.d. ávexti, grænmeti og heilkorn til að halda hægðum mjúkum. Það virkar að nota kaldan bakstur á svæðið til að kæla sársauka og hægt er að fá ýmiss krem í apótekum. Best er að ræða við ljósmóður og/eða lækni ef þér finnst ástandið versna. Nánar má lesa um gyllinæð hér.

Brjóstsviði er kvilli sem margar konur finna fyrir á meðgöngu. Ástæðan er meðal annars sú að stækkandi leg þrýstir á maga móðurinnar, vöðvar við magaopið eru slakari og loft og magasýrur berast upp í vélindað (heilsuvera.is, e.d.). Aðrar ástærður geta verið ákveðnar fæðuteg­und­ir s.s mikið kryddaður og súr mat­ur og drykk­ir sem inni­halda kof­f­ein. Nánar má lesa um brjóstsviða á meðgöngu hér.

Brjóstin halda áfram að stækka, mjólkurkirtlar þroskast og geirvörtur/geirvörtubaugar dökkna. Frá miðri meðgöngu stækka mjólkurkirtlarnir fleiri mjólkurgangar myndast. Á seinni hluta meðgöngu fara mjólkurkirtlarnir og nærliggjandi vefir að taka upp fitusýrur og önnur næringarefni til að geyma fyrir broddmjólkina. Broddmjólk getur byrjað að myndast frá 16. viku. Oxytosin losar mjólkina og þar sem framleiðsla þess eykst þegar nær dregur fæðingu getur farið að leka broddur úr brjóstum þegar nær dregur fæðingu og í fæðingunni sjálfri (bjorkin.is, e.d.).

Braxston Hicks samdrættir: þú gætir fundið fyrir þessum saklausu samdráttum sem eru leið líkamans til að undirbúa fæðinguna (en oftast koma þeir fyrir á þriðja hluta meðgöngu. Ef þú vilt fræðast meira um Braxton Hicks samdrætti þá er ágæt grein hér (á ensku).

Kláði – sumar konur finna fyrir kláða á meðgöngu þar sem húðin verður þurr. Ekki má rugla eðlilegum kláða við gallstasa (ofsakláða) sem er meðgöngukvilli og gerist í 1-2% tilfella á meðgöngu (bjorkin.is, e.d.). Gallstasi stafar af hækkun á gallsýrum í blóði móður. Mikilvægt er að tala strax við ljósmóður eða lækni til að meðferð. Nánari upplýsingar má lesa um gallstasa hér.

Með stækkandi fóstri er hægt að finna það hreyfast. Það gerist yfirleitt á viku 16 til 19.

Fyrstu hreyfingar eru oft eins og loftbólur eða ólga í maganum en smám saman skynjar móðirin greinileg spörk og hreyfingar sem gefa henni staðfestingu á lífinu sem vex innra með henni.

Alla meðgönguna þurfa konur að minna sig á að vinna í andlegri heilsu. Mikilvægt er að fá stuðning frá maka, fjölskyldu eða vinum eða ræða við ljósmóður í mæðraverndinni. Nánari upplýsingar og ráðleggingar um andlega heilsu á meðgöngu hér.

Að lokum, það er alltaf mikilvægt að hlusta á eigið innsæi. Þó flestar meðgöngur gangi vel fyrir sig þá hefur verið sýnt fram á að minnkaðar hreyfingar barns geti bent til þess að barnið sé í vanda. Ef hreyfingar barns eru minni en þú ert vön að finna þá ættir þú að ræða við ljósmóður eða lækni (heilsuvera.is, e.d.).

Hvert á að hafa samband – Á hverri heilsugæslustöð eru ljósmæður og læknar sem veita símaráðgjöf alla virka daga frá kl. 08:00 – 16:00. Lista yfir heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu er að finna hér.

Utan dagvinnutíma – Á höfuðborgarsvæðinu er ráðlagt að leita til Meðgöngu- og sængurlegudeildar Landspítala, sími 543-3220. Á landsbyggðinni leita konur til sinnar Heilbrigðisstofnunar. Vaktsími 1700

HEIMILDASKRÁ

  • Björkin (e.d.). Líkamlegar breytingar á meðgöngu. Sótt af bjorkin.is
  • Heilsuvera (e.d.). Fósturhreyfingar. Sótt af heilsuvera.is
  • Heilsuvera (e.d.). Meðganga. Sótt af heilsuvera.is

Brum reynir eftir fremsta megni að tryggja áreiðanleika upplýsinga og gagna sem birtar eru á vef brum.is. Það er á ábyrgð notanda að meta nákvæmni, réttmæti og/eða notagildi þess efnis sem er á vefsíðunni.

Upplýsingar á vef brum.is er ekki ætlað að koma í stað ráðlegginga heilbrigðisstarfsmanna eins og lækna, hjúkrunafræðinga eða ljósmæðra. Ef þú hefur einhverjar vangaveltur eða spurningar er best að hafa samband við mæðravernd, ungbarnavernd, læknavaktina (s. 1770) eða hringja beint í neyðarlínuna 112. 

Eigendur Brum afsala sér allri ábyrgð vegna þeirra ákvarðanna sem þú tekur á grundvelli þessara upplýsinga, sem eru veittar þér á almennum upplýsingagrundvelli en ekki í staðinn fyrir persónulega læknisfræðilegarráðgjöf.

Nánari skilmála er að finna hér.

Svipaðar færslur