Ég er ólétt og hvað næst?

Þegar grunur leikur á þungun er fyrsta skrefið að fá staðfestingu á þunguninni. Það er gert með þungunarprófi og ef þungarprófið er jákvætt er næsta skref að panta tíma hjá ljósmóður* og/eða panta tíma hjá kvennsjúkdómalækni í snemmsónar**. 🥰🥚🤰

*Best er að hringja á sína heilsugæslustöð og panta fyrsta viðtal í mæðravernd (stundum kallað meðgönguvernd). Mælt er með að fyrsta viðtal í mæðraverndinni fari fram við 8-12 vikna meðgöngu. Upplýsingar um Mæðravernd og allt sem henni fylgir hér.

*Snemmsónar – Kvennsjúkdómalæknirinn athugar m.a. hvort að fóstrið sé á réttum stað (inni í leginu), hvort hjartsláttur sjáist og fjöldi fóstra talinn. Athugið þó að möguleiki er á að ekkert af ofantöldu sjáist. Best er að vera komin 6 vikur á leið áður en þú pantar snemmsónar. Til dæmis getur þú pantað tíma í snemmsónar hjá Domus Medica, Lækningu og 9. mánuðum. Þær konur sem búa út á landi og vilja komast í snemmsónar þá er meðal annars hægt að panta tíma hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri,

Ef þú treystir þér ekki til að eiga barnið getur þú leitað ráðgjafar hjá heilsugæslulækni eða móttökudeild kvenna Landspítala. Í þessum sporum íhugar þú mögulega hvaða stuðning þú getur fengið til að ganga með og ala upp barnið, gefa það til ættleiðingar eða rjúfa þungunina. 💜 Nánari upplýsingar um þungunarrof er að finna á attavitinn.is

Svipaðar færslur