Hvar er hægt að fæða börn á Íslandi?

Hvar langar þig að fæða barnið þitt á Íslandi? Margan grunar örugglega ekki að það eru þó nokkuð margir fæðingastaðir á Íslandi. Í þessum blogg pósti verður stiklað á stóru og farið yfir helstu fæðingarstaði sem í boði eru á Íslandi.

HEIMAFÆÐING EÐA FÆÐING Á SJÚKRAHÚSI? Það er stór og mikilvæg spurning sem margar konur velta fyrir sér. Mikilvægt er að skoða leiðbeiningar frá Landlæknisembættinu og athuga í fyrsta lagi hvort þú hafir val um fæðingarstað vegna búsetu og/eða áhættumeðgöngu.

Sumir líta á sjúkrahús sem öruggasta og jafnvel eina örugga staðinn fyrir barnsfæðingu og það er fullkomlega eðlilegt. Aðrar konur velja frekar heimafæðingu og finnst óþarfa inngrip á sjúkrahúsum þegar um eðlilega fæðingu er að ræða. Útkoma heimafæðinga á Íslandi er góð og sífellt fleiri velja þann fæðingarstað.

Við erum heppin að búa í landi þar sem þetta er val og því fá konur að velja þann fæðingarstað sem þær telja öruggastan fyrir sig og börn sín (þar að segja ef búseta eða áhættumeðganga kemur ekki málinu við)

Á þeim sjúkrahúsum hér á landi sem bjóða upp á fæðingarþjónustu eru mismunandi þjónustustig og starfsaðstæður. Þegar velja á fæðingarstað þarf að kanna hvaða þjónusta er í boði í heimabyggð og hvort sú þjónusta er heppileg m.t.t. heilsu móður og barns, meðgöngulengdar og fyrri sögu. Upplýsingar um þjónustustig og starfsaðstæður eru hér til hliðar og upplýsingar um ábendingar og frábendingar eru í töflunni hér að neðan. Allar nánari upplýsingar má fá hjá ljósmóður í mæðravernd.

ÞJÓNUSTUSTIG OG STARFSAÐSTÆÐUR

  • A Sérhæfð kvennadeild fyrir áhættumeðgöngu og fæðingu á sjúkahúsi þar sem ljósmæður, fæðinga- og kvensjúkdómalæknar starfa. Aðgangur að skurðstofu þar sem svæfingalæknir er á sólarhringsvakt. Sérhæfð þjónusta nýburalækna og hjúkrunarfræðinga fyrir nýbura frá og með 22 vikna meðgöngu allan sólarhringinn (Landspítalinn).
  • B sama og A nema þjónusta barnalækna og hjúkrunarfræðinga fyrir nýbura eftir 34 vikna meðgöngu allan sólarhringinn (Sjúkrahúsið á Akureyri).
  • C1 Millistærð á fæðingardeild þar sem auk ljósmæðra starfa fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og/eða skurðlæknir sem hefur þjálfun í bráðafæðingarhjálp, áhaldafæðingum og keisaraskurði. Hægt er að bjóða upp á framköllun fæðinga og mænudeyfing (utanbastsdeyfingu – epidural). Bráðaaðgangur að skurðstofu með svæfingarlækni allan sólarhringinn. Aðgangur að fæðingarstað með þjónustustig A – B.
  • C2 Sama og C1 nema ekki er aðgangur að skurðstofu og svæfingalækni allan sólarhringinn.
  • D1 Lítil fæðingardeild á heilbrigðisstofnun þar sem auk ljósmæðra starfa heilsugæslulæknar. Aðgangur að fæðingarstað með þjónustustig A – C.
  • D2 Heimafæðing þar sem ljósmóðir er til staðar og hefur aðgang að fæðingarstað með þjónustustig A – C.

Þegar stefnt er að heimafæðingu vita foreldrar fyrirfram hvaða ljósmóðir verður viðstödd fæðinguna. Foreldrarnir geta kynnst ljósmóðurinni á meðgöngunni sem gefur þeim tækifæri til að ræða væntingar sínar.

  • Ljósmæður sem sinna heimafæðingum — sjá hér
  • Fæðingarheimili – sjá hér

Nánari upplýsingar um fæðingarstaði á Íslandi er á brum.is/faeding/faedingarstadir

Svipaðar færslur