Hvað er RIE, Respect­f­ul par­ent­ing?

RIE (borið fram ‘Ræ’) stendur fyrir “Resources For Infant Educarers” en er oft þekkt sem Respectful Parenting eða Mindful Parenting. Upphafskona stefnunnar heitir Magda Gerber en hún stofnaði RIE árið 1978 eftir að hafa unnið lengi með barnalækninum Emmi Pikler í Ungverjalandi. Magda Gerber dó árið 2007 en RIE vex og vex og hefur fengið gríðarlega mikla umfjöllun og athygli síðustu ár (respectfulmom.com, e.d.).

Ein helsta talskona RIE í dag er Janet Lansbury en hún hefur skrifað frábærar bækur og heldur úti vinsælu fræðslu-bloggi. Hún hefur verið sú rödd sem hefur náð að boða boðskap RIE hvað víðast síðustu ár. Við erum svo heppin að eiga hana Krist­ínu Mariellu Friðjóns­dótt­ur en hún held­ur úti vefn­um Respect­fulmom.com. Þar fjall­ar hún um upp­eld­is­nálg­un­ina á sinn einstaka hátt og heldur úti bloggi.

Hvað er RIE, Respect­f­ul par­ent­ing?
Íslenska þýðingin á hugmyndafræðinni væri best lýst sem virðing og meðvitund í uppeldi. Að mati Kristínar er RIE byggt upp á þremur grunn-hugtökum en þau eru virðing, traust og tenging. Henni finnst það vera einskonar kjarni RIE sem stefnan gengur alltaf út frá.

Eins og nafnið felur í sér á er virðing gríðarlega mikilvægur partur af Respectful Paraenting. Í RIE er komið fram af virðingu við börn, strax frá fyrsta degi. Við lítum á þau sem heila einstaklinga sem eiga rétt á því að komið sé fram við þau eins og við viljum að komið sé fram við okkur. Við reynum eftir fremsta megni að sjá hlutina frá þeirra sjónarhorni og bjóðum þeim að taka fullan þátt í lífinu, strax frá fyrsta degi (respectfulmom.com, e.d.).

Kristín Maríella hefur vakið mikla athygli fyrir umfjöllun sína um RIE uppeldisaðferðina og hefur haldið fjölda námskeiða hér á landi en markmið hennar er að hjálpa foreldrum að byggja upp heilbrigt samband við börnin sín, samband sem bæði foreldrar og börn geta notið af einlægni, samband sem einkennist af virðingu, trausti og tengslum.

Nýverið gaf hún út bókina “stundum hlæ ég/ stundum græt ég” sem er hægt að nálgast hér. Í viðtali við Vísi.is segir hún um bókina “Í raun og veru má segja að það sem ég brenn mest fyrir þegar kemur að uppeldi reyndi ég að fjalla um í þessari fyrstu bók minni. Þessi bók er bara einfaldlega hjarta mitt bundið inn í eitt stykki bók”

Á síðunni hennar Kristínar er hægt að lesa nánar um RIE og hana sjálfa hér. Ásamt því að halda út vefsíðunni þá stofnaði hún tvo virka Facebook hópa sem hægt er að sækja ýmis góð ráð.

Við mælum með að kynna ykkur þessa mögnuðu uppeldisaðferð því hún hefur sýnt sig að hugafarsbreytingin sem á sér stað þegar við tileinkum okkur RIE gerir það að verkum að við byrjum að sjá börn og hlutverk þeirra í nýju ljósi og komum auga á áður hulda töfra barnanna okkar.

HEIMILDASKRÁ

Svipaðar færslur